• Velkomin á heimasíðu Breiðdalshrepps

  • Höfnin

    Löndunarþjónusta Breiðdalsvíkurhafnar er opin frá 08:00 til 18:00.

  • Grunnskólinn

    Skoðaðu fréttir og annað efni tengt grunnskólanum hér.

Sjöundi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2018 var haldinn mánudaginn 9. apríl 2018. Hann hófst kl. 17:30.
Mætt voru: Hákon Hansson, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson og Helga Hrönn Melsteð. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri. Svandís Ingólfsdóttir var forfölluð, sömu leiðis 1. varamaður í svetiarstjórn.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Tilnefning yfirkjörstjórnar og kjörstjórna í sameinuðu sveitarfélagi (fskj.1)
Oddviti mælti fyrir tillögu um skipan kjörstjórna.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna vísar til staðfestingar sveitarstjórnar tillögu um að yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnakosninga 26. maí 2018 skipi þrír fulltrúar sameignilega fyrir hið sameinaða sveitarfélag. Þá skipi núverandi undirkjörstjórnir Fjarðabyggðar kjördeildir í Fjarðabyggð og kjörstjórn Breiðdalshrepps skipi undirkjörstjórn fyrir kjördeild Breiðdalshrepps.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða tillögu stjórnar og samþykkir að yfirkjörstjórn skipi Gísli Auðbergsson, Stefán Pálmason og Eiríkur Ólafsson sem aðalmenn. Sem varamenn Freysteinn Bjarnason, Gunnar Geirsson og Kristjana Mekkin Guðnadóttir. Undirkjörstjórnir skipi þeir fulltrúar sem þegar skipa stjórnirnar.

2. Drög að auglýsingu um á sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps í eitt sveitarfélag (fskj.1)
Oddviti mælti fyrir staðfestingu samþykktar stjórnar til undirbúnings sameiningu sveitarfélaganna.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna vísar til staðfestingar sveitarstjórnar drögum að undirbúningsráðstöfunum vegna sameiningar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar í eitt sveitarfélag sem lagðar eru til í minnisblaði.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða eftirfarandi tillögu stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna.
Kjósa skal níu fulltrúa í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags við almennar sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 26. maí 2018.
Nýkjörin sveitarstjórn tekur við stjórn hins sameinaða sveitarfélags 10. júní 2018 og á sama tíma tekur sameiningin gildi.
Samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 567/2013 með síðari breytingum mun gilda fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt. Heiti hins sameinaða sveitarfélags er Fjarðabyggð.
Íbúar beggja sveitarfélaganna skulu vera þegnar hins sameinaða sveitarfélags.
Hið sameinaða sveitarfélag skal taka yfir allt það land sem nú tilheyrir sveitarfélögunum tveimur. Eignir, skuldir, réttindi og skyldur sem tilheyra sveitarfélögunum skulu falla til hins sameinaða sveitarfélags. Skjöl og bókhaldsgögn beggja sveitarfélaga skulu afhent hinu sameinaða sveitarfélagi til varðveislu.

3. Samþykkt um stjórn, stjórnsýslu og fundarsköp
Oddviti mælti fyrir tilllögu stjórnar til undirbúnings samningar sveitarfélaganna.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna vísar til kynningar og samþykkis sveitarstjórnar tillögu um að samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 567/2013 með síðari breytingum muni gilda fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt með þeirri breytingu sem stjórnin hefur lagt upp með skipan kjörstjórna við sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða tillögu stjórnar til undirbúnings að sameiningu sveitarfélaganna um að samþykkt Fjarðabyggðar gildi frá 10. júní 2018 þar til nýju sveitarfélagi hafi verið sett ný samþykkt.

4. Erindi til sveitarstjórnar
a) Bréf Björn Björgvinsson
b) Umsókn um leiguhúsnæði L.J. (fskj.2)
c) Samningur um ljósleiðaravæðingu (fskj.3)
d) Fjárhagsáætlun, vöntun á viðaukum SRN (fskj.4)
e) Starfsumsókn, sumarstarf (fskj.5)
f) Grenndarkynning vegna palla Sólvellir 25-23a (fskj.6)
g) Umhverfisstofnun, áform um áminningu (fskj.7)
h) Fundargerð samstarfsnefndar um sameiningu-lokafundur (fskj.9)
i) Bréf til Hafnarstjóra frá HAUST (fskj.8)
Liðir a til i lagðir fram til kynningar. Verkefnastjóra sveitarstjórnarmála falið að afgreiða þá liði sem við á í samráði við oddvita.

5. Umhverfisátak á Breiðdalsvík
Oddviti lagði fram tillögu um að fram færi allsherjar hreinsunarátak á Breiðdalsvík bæði hjá fyrirtækjum og lóðum íbúðarhúsa helgina 28. til 30. apríl n.k. Sveitarfélagið skipuleggi átakið og áhaldahús leggi til nauðsynlega aðstoð eftir því sem við á.

6. Önnur mál
a) Næsti fundur í sveitarstjórn
Stefnt er að næsta fundi mánudaginn 23. apríl á hefðbundnum fundartíma kl. 17,00 Þar verður m.a. fyrri umræða um ársreikning Breiðdalshrepps fyrir árið 2017
Fleira var ekki tekið fyrir fundi slitið kl 18,30

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

______________________                                                       ______________________
Hákon Hansson                                                                          Gunnlaugur Stefánsson


____________________                                                            _____________________
Helga Hrönn Melsteð                                                                   Arnaldur Sigurðsson


___________________
Sif Hauksdóttir

Travel Info
bb

Breiðdalsvík