• Velkomin á heimasíðu Breiðdalshrepps

  • Höfnin

    Löndunarþjónusta Breiðdalsvíkurhafnar er opin frá 08:00 til 18:00.

  • Grunnskólinn

    Skoðaðu fréttir og annað efni tengt grunnskólanum hér.

Tíundi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2018 var haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018. Hann hófst kl. 17:30.
Mætt voru: Hákon Hansson, Gunnlaugur Stefánsson, Svandís Ingólfsdóttir, Arnaldur Sigurðsson og Helga Hrönn Melsteð. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri og Elís Pétur Elísson 1. varamaður.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Opnunartímar stofnana Breiðdalshrepps í sumar
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi opnunartíma í sumar:
a) Sundlaug samþykkt að sundlaugin verði opin virka daga frá 14 til 20 en 13 til 17 um helgar.
b) Íþróttahús verður aðgengilegt eins og verið hefur.
c) Bókasafn -sumaropnun júní til ágúst opið fimmtudaga milli 15 og 19.

2. Viðgerð á gólfi sturtuklefa í Íþróttahúsi/sundlaug
Verkefnastjóra falið að finna verktaka til að laga gólf í sturtuklefum sundlaugar og íþróttahúss, fengið verði tilboð í verkið.

3. Staðsetning og kostnaður vegna uppsetningar á ærslabelg
Sveitarstjórn leggur til að ærslabelgur verði staðsettur í suðvesturhorni bakkans og fellst á að greiða þann kostnað sem fellur til við frágang ærslabelgs og tengingu á rafmagni.

4. Tillögur að framkvæmdum sumarsins í Breiðdalshreppi
Farið yfir þær framkvæmdir sem ráðgert er að vinna í sumar í tengslum við fjármagn til innviðauppbyggingar í Breiðdal. Stefnt er að því að tryggja fjármagn í samræmi við framlag Jöfnunarsjóðs og framkomnar tillögur í samstarfsnefnd um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar.
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaga mun afgreiða málið á næsta fundi sínum og vísa niðurstöðu til funda í sveitarstjórnum beggja sveitarfélaga til staðfestingar.

5. Aðalskipulag - vegaslóðar í Breiðdal
Við lokafrágang og auglýsingu á nýju aðalskipulagi fyrir Breiðdalshrepps barst nýsamþykkt reglugerð um vegi í náttúru Íslands nr. 260/2018. Í tillögu að aðalskipulagi Breiðdalshrepps eru sett fram drög að skrá um vegi utan hins almenna vegakerfis. Ekki vannst tími til víðtæks samráðs um viðfangsefnið við frágang skipulagstillögunnar og er auglýsingatími hennar því nýttur í því skyni. Með sérstökum pósti var þess óskað að samráðsaðilar yfirfari þau drög sem sett eru fram í kafla 6.1.3 og á mynd 37 í greinargerð tillögunnar.
Berist athugasemdir verður farið yfir þær eftir að fresti til athugasemda lýkur.
Ljóst er að hér er ekki um skipulag að ræða heldur skráningu vega utan hins almenna vegakerfis.

Sveitarstjórn telur að ekki sé raunhæft að krefjast allsherjar skráningar og hnitsettra gagna við afgreiðslu aðalskipulags. Gróf nálgun nægi á þessu stigi.
Skýringaruppdráttur verður unninn eftir þeim gögnum sem berast og í framhaldinu mótuð stefna um áframhaldandi vinnu við kortlagninguna

Í reglugerðinni er talað um vegi, aðra en þjóðvegi, þar sem umferð vélknúinna ökutækja er heimil. Síðan er ákvæði um flokkun eftir heimild til notkunar. Meta þarf hvort skrá eigi slóða sem aldrei verða opnir almenningi til aksturs, t.d. slóða sem bara eru notaðir í tengslum við búnytjar. Sveitarstjórn Breiðdalshrepps leggur til að könnuð verði gerð sérstaks hliðarskjals með nýju aðalskipulagi, þar sem umræddir vegir sem leyft er að aka um verði teiknaðir á kort og skráðir með hnitum.

6. Kjörskrá fyrir Breiðdalshrepp vegna kosninga 26.5.
Sveitarstjórn staðfestir formlega áður kynnta kjörskrá fyrir Breiðdalshrepp vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí n.k.

7. Erindi til sveitarstjórnar
a) Vöktunarskýrsla Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2017 (fskj.1)
b) Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs – ný reglugerð (fskj.2)
Lagt fram til kynningar

8. Önnur mál
a) Erfðasjóðir Hildar Eiríkdóttur og Jóns Einarssonar
Á Breiðdalshreppi hvílir skuldbinding vegna umræddra erfðasjóða.
Frestað til næsta fundar.

b) Vegagerðin- þjóðvegir í þéttbýli
Oddviti og verkefnastjóri funduðu í gær með Sveini Sveinssyni frá Vegagerðinni þar sem farið var yfir afhendingu vega í þéttbýlinu á Breiðdalsvík. Forsenda fyrir því að sveitarfélagið yfirtaki umsjón og viðhald umræddra vega er Vegagerðin skili þeim í viðunandi ástandi.
Fram voru lögð drög um að Vegagerðin lagfæri vegi við Ásveg og Sæberg og leggi síðan malbik á þá. Jafnframt verði lagt malbik á Sólvelli frá Ásvegi og að gatnamótum við Selnes. Sveitarfélagið taki þátt í kostnaði, allt að 40 % við vegarkaflann frá Drangalæk að Selnesi gegn því að hann verði malbikaður en ekki með klæðningu. Vegagerðin mun síðan leggja klæðningu á Selnes frá Sólvöllum og að hafnarsvæði. Stefnt er að því að Vegagerðin leggi fram verkáætlun fyrir 10. júní nk.
c) Leikskóli í grunnskólabyggingu.
Skólastjóri kynnti hugmyndir að staðsetningu leikskóla í skólahúsinu.
Fundi slitið kl. 19,25

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

______________________                                                                ______________________
Hákon Hansson                                                                                  Gunnlaugur Stefánsson


____________________                                                                    _____________________
Svandís ingólfsdóttir                                                                           Arnaldur Sigurðsson


___________________                                                                   ________________________
Sif Hauksdóttir                                                                                  Helga Hrönn Melsteð


_____________________
Elís Pétur Elísson

Travel Info
bb

Breiðdalsvík