Travel Information

Sumar 2016
Nú hefur verið opnuð Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Breiðdalsvík og verður hún opin alla virka daga fram yfir verslunarmannahelgi milli kl 12:00 og 17:00 en á laugardögum milli kl 13:00 og 16:00. Lokað er á sunnudögum.
Upplýsingamiðstöðin er í Lækjarkoti, húsi Kvenfélagsins Hlífar í miðbænum, rekin af Breiðdalshreppi og umsjónamaður er Auður Hermannsdóttir. Auður tekur vel á móti öllum gestum og leiðbeinir ferðamönnum, innlendum sem erlendum.
Margs kyns varningur er til sölu, einkum handiðn og á föstudögum er þar markaður þar sem m.a. er hægt að kaupa bakkelsi kvenfélagskvenna.
Við hverjum alla til að vekja athugli ferðamanna á þessari nýju þjónustu.