16. fundur 2015

Sextándi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2015 haldinn mánudaginn 19. október

2015. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla

Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson

og Elís Pétur Elísson. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Útkomuspá fyrir Breiðdalshrepp, áætlun 2016-2019 (fskj. 1)

Verkefnastjóri og oddviti kynntu áætlun um afkomu Breiðdalshrepps á næstu árum.

Skv. fyrirliggjandi áætlun um fjármál Breiðdalshrepps er ljóst að ef ekkert óvænt kemur upp á,

mun fjárhagur Breiðdalshrepps vænkast mjög á næstu árum. Stefnt er að því að skuldir

sveitarfélagsins verði komnar í 166 % af árstekjum strax á þessu ári og skuldirnar verði 145 %

árið 2020. Til samanburðar var unnin sams konar áætlun, ef ekki kæmi til kaupa á sláturhúsinu

og kemur sú áætlun einnig mjög vel út.

Skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga nr. 502/2012

skulu heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum sveitarfélaga ekki vera

hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum.

2. Fundur fulltrúa Breiðdalshrepps með Innanríkisráðherra 2. október (fskj. 2)

Í tengslum við aðalfund SSA á Djúpavogi þann 2. október tókst þremur fulltrúum

Breiðdalshrepps að fá fund með innanríkisráðherra Ólöfu Nordal og Hermanni Sæmundssyni

skrifstofustjóra í IRR.

1. Oddviti greindi stuttlega frá stöðu samnings milli IRR og Breiðdalshrepps um

endurskipulagningu fjárhags Breiðdalshrepps. Sveitarstjórn Breiðdalshrepps er ánægð

með þennan samning og eru menn staðráðnir í að uppfylla hann, en komi upp kostir

sem styrkja framtíð sveitarfélagsins verða slík mál unnin í fullu samráði við ráðuneytið.

2. Flotbryggja. Fulltrúar Breiðdalshrepps leggja ríka áherslu á að grein varðandi uppgjör

vegna flotbryggju á Breiðdalsvík sem lögð var fram sem breytingartillaga við

Samgönguáætlun sl vor haldist inni. Um er að ræða afar mikilvægt mál vegna

endurreisnar fjárhags Breiðdalshrepps. Ráðherra greindi frá því að tillagan væri ekki í

þeim drögum að þingsályktun, sem fram verður lögð á næstunni. Vonir eru um að aukið

fjármagn fáist í samgönguáætlun í meðförum þingsins og treystir sveitarstjórn

Breiðdalshrepps á aðstoð þingmanna NA kjördæmis við að ná þessu sanngirnismáli fram

við afgreiðslu væntanlegrar samgönguáætlunar.

2

Þetta mál var einnig rætt óformlega við þingmenn sem sátu aðalfund SSA.

3. Fundir oddvita Breiðdalshrepps með fulltrúum IRR 6. og 19. október

Oddviti átti fund með Hermanni Sæmundssyni og Eiríki Benónýssyni í IRR þriðjudaginn 6.

október til að ræða fjármál Breiðdalshrepps. Niðurstaðan varð sú að unnin yrði útkomuspá fyrir

fjárhagsstöðu Breiðdalshrepps. Ákveðið var að starfsmenn Breiðdalshrepps og KPMG ynnu

slíkar skýrslur eins hratt og auðið yrði. Þær liggja nú fyrir sbr. 1 lið hér að ofan. Á fundi sömu

manna að morgni 19. október var farið yfir fyrirliggjandi skýrslur. Fulltrúar IRR telja að góður

árangur hafi náðst í fjármálastjórn Breiðdalshrepps og samkomulag er um að fyrirliggjandi

afkomuáætlun verði lagfærð lítillega og hún síðan lögð fram sem verkefnisáætlun

Breiðdalshrepps fyrir árin 2016 til 2022 um framtíðarskipan í rekstri Breiðdalshrepps. Er það í

samræmi við ákvæði 3. greinar samkomulags IRR og Breiðdalshrepps frá 11. febrúar 2015.

Þessi áætlun verður áfangaskýrsla sveitarstjórnar Breiðdalshrepps til innanríkisráðherra og

eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga sem skv. samningi á að leggja fram fyrir 15. febrúar

2016.

4. Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga 16.10.15 (fskj.3)

Starfsmenn Breiðdalshrepps munu svara bréfinu, en ljóst er að núverandi sveitarstjórn ber ekki

nema að hluta ábyrgð á fjárhag sveitarfélagsins árið 2014, m.a. vann fyrri sveitarstjórn

fjárhagsáætlun fyrir 2014.

5. Bréf Ferðamálastofu vegna Flögufoss-ítrekun 6.10.2015 (fskj.4)

Reynt veður að tryggja að úthlutað fjármagn Ferðamálastofu frá 2012 falli ekki niður, heldu

verði veittur frestur til sumarsins 2016 til að ljúka verkinu, leggja fram mótframlag

Breiðdalshrepps og ljúka við gerð göngustígs að Flögufossi á næsta ári.

6. Kaupsamningur Selnes 1 dags 21.9.15 (fskj.5)

Samningur lagður fram til kynningar

7. Bréf til sveitarstjórnar:

a) Bréf frá Brunabót 6.10.15 - greiðsla ágóðahluts (fskj. 6)

b) Bréf frá Fiskistofu v sérst. strandveiðigjalds 2015 8.10.15 (fskj. 7)

Sveitarstjórn staðfestir móttöku umræddra fjárframlaga.

c) Bréf frá Stígamótum beiðni um fjárstuðning 7.10.15 (fskj. 8)

3

Sveitarstjórn samþykir að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

d) Bréf Jafnréttisstofu 12. 10.15 (fskj. 9)

e) Bréf Samgöngustofu 28.9.15 (fskj. 10)

f) Bréf samb ísl svfj. til sveitarfélaga móttaka flóttamanna 6.10.15 (fskj.11)

g) Fundargerð stjórnar HAUST nr. 125, dags 14.10.15 (fskj.12)

Bréf skv. Liðum d) til g) lögð fram til kynningar.

8. Önnur mál

a) Fyrirspurn til Breiðdalshrepps frá Breiðdalssetri um styrk kr. 350 þúsund

vegna gerðar göngukorts (fskj.13)

Sveitarstjórn samþykir að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

b) Umsókn vegna hundahalds – Sigríður Stephensen Pálsdóttir (fskj.14)

Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðið leyfi til hundahalds.

c) Endurnýjuð umsókn Olís um olíutank við bryggju á Breiðdalsvík (fskj 13)

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindi Olís og felur byggingarfulltrúa og skipulagsnefnd að afgreiða

málið í samræmi við gildandi reglur.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18,10

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

_________________________ _________________________

Hákon Hansson Gunnlaugur Stefánsson

__________________________ __________________________

Svandís Ingólfsdóttir Arnaldur Sigurðsson

__________________________ __________________________

4

Sif Hauksdóttir Helga Hrönn Melsteð

__________________________

Elís Pétur Elísson