17. fundur 2015

Sautjándi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2015 haldinn fimmtudaginn 29. október

2015. Hann hófst kl. 19:30 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla

Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson

Helga Hrönn Melsteð og Elís Pétur Elísson varamaður. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Þar sem fundurinn var boðaður með skemmri tíma en tveggja daga fyrirvara leitar oddviti eftir

afbrigðum, til að fundurinn megi fara fara fram. Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2016, þriggja ára áætlun 2017 til 2019 og

langtímaáætlun til 2022. Kynning og fyrri umræða

Lögð voru fram drög að fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir árið 2016 ásamt drögum að

þriggja ára áætlun fyrir árin 2017 til 2019. Verkefnastjóri og oddviti kynntu þessar áætlanir og

síðan fór fram fyrri umræða um þær. Samhliða var tekin fyrir langtímaáætlun til 2022, svonefnd

„aðlögunaráætlun“, sem lögð verður fram á fundi talsmanna sveitarfélagsins hjá Eftirlitsnefnd

með fjármálum sveitarfélaga 5. nóv. n.k.

Skv. drögum fyrir 2016 er gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarafgangi það ár og svipuðum

rekstrarafgangi á árunum 2017 til 2019, en þó heldur meiri afgangi.

Verkefnisstjóra og oddvita falið að vinna einstaka þætti í fyrirliggjandi áætlunum áfram. Boðað

verður til sérstaks vinnufundar sveitarstjórnar áður en til seinni umræðu og afgreiðslu þessara

áætlana kemur.

Eftir umfjöllun um framangreind gögn var samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun næsta árs

og þriggja ára áætlun til síðari umræðu. Jafnframt var oddvita falið að fylgja eftir áherslum

sveitarstjórnar varðandi aðlögunaráætlunina á fyrirhuguðum fundi með Eftirlitsnefndinni.

2. Breytingar á gjaldskrám Breiðdalshrepps fyrir árið 2016

Verkefnastjóri fór yfir fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir fyrir 2016, stefnt er að því að hækka

gjaldskrárnar um ákveðna prósentu, en það verður nánar kynnt á næsta fundi.

3. Bréf til sveitarstjórnar

a) Bréf frá MMR, Ungt fólk (fskj. 1)

lagt fram til kynningar

2

b) Bréf frá Íbúðalánasjóði til sveitarstjórnar (fskj. 2)

Verkefnastjóra falið að kanna hvaða íbúðir eru í eigu Íbúðalánasjóðs á Breiðdalsvík og

fá frekari upplýsingar um hvað sjóðurinn er að bjóða með bréfinu.

c) Bréf frá Atvinnuvegaráðuneyti vegna byggðakvóta (fskj.3)

Oddviti kynnti að byggðakvóti Breiðdalshrepps verði óbreyttur milli ára.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að byggðakvóti sveitarfélaga verði aukinn á komandi árum.

Einnig fagnar sveitarstjórn setningu reglugerðar nr. 920/2015.

Oddvita og verkefnisstjóra falið að svara bréfi ráðuneytisins innan þeirra tímamarka sem þar

eru gefin, taka skal mið af samkomulagi útgerðaraðila á Breiðdalsvík, ef slíkt erindi berst.

4. Önnur mál

Engin

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 20,40

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

_________________________ _________________________

Hákon Hansson Gunnlaugur Stefánsson

__________________________ __________________________

Svandís Ingólfsdóttir Arnaldur Sigurðsson

__________________________ __________________________

Sif Hauksdóttir Helga Hrönn Melsteð

__________________________

Elís Pétur Elísson