18. fundur 2015

Átjándi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2015 haldinn mánudaginn 9. nóvember

2015. Hann hófst kl. 17:30 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla

Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur

Sigurðsson. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Byggðakvóti Breiðdalshrepps (fskj. 1)

Á fundinum var lagt fram bréf frá útgerðaraðilum á Breiðdalsvík, þar sem farið er fram á að

byggðakvóta verði skipt jafnt á öll skip sem uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 605/2015 um

úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2015/2016.

Á síðasta fiskveiðiári var ákveðið að veiðireynsla réði úthlutun en nú leggur sveitarstjórn til við

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að 25 % úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt milli

þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. greinar reglugerðarinnar og 75 % úthlutaðs

byggðakvóta verði skipt á skip á grundvelli landaðs afla á fiskveiðiárinu 2014/2015. Á

fiskveiðiárinu 2016/2017 mun úthlutuðum byggðakvóta verða skipt á skip á grundvelli

veiðireynslu á fiskveiðiárinu 2015/2016.

2. Umsóknir um tvær íbúðir sem auglýstar voru til leigu 27.10. (fskj.2)

Samþykkt að úthluta íbúðinni að Sólbakka 7 til Sigrúnar Birgisdóttur og Valdimars Finnssonar

og íbúðinni að Sólvöllum 8 a til Bergdísar Evu Gunnlaugsdóttur og Andra Stefánssonar.

Svandís Ingólfsdóttir vék af fundi við ákvörðun um leigu á Sólvöllum 8 a.

3. Jafnréttisáætlun Breiðdalshrepps kynnt (fskj.7)

Jafnréttisáætlun fyrir Breiðdalshrepp lögð fram og staðfest af sveitarstjórn. Jafnframt er

verkefnastjóra falið að vinna áfram að frekari útfærslu áætlunarinnar og að eftir atvikum verði

sett ný áætlun þegar þeirri útfærslu lýkur.

4. Önnur mál

a. Samþykktir um hunda- og kattahald (fskj 4 og 5)

Nýjar samþykktir lagðar fram til kynningar, en æskilegt er að mati sveitarstjórnar að

2

samræmdar reglur gildi fyrir öll sveitarfélög á Austurlandi.

b. Lóðaleigusamningar vegna hesthúslóðar

Hér er um gamalt óleyst mál að ræða, sem finna þarf lausn á. Oddviti leggur til að kannaður

verði sá möguleiki að eigendur hesthúsa kaupi lóðina þar sem hesthúsin standa af

landeigendum, með eða án milligöngu Breiðdalshrepps.

c. Mannvirkjastofnun, úttekt á Selnesi 1 (fskj. 3)

Úttektin lögð fram til kynningar, verkefnastjóra og verkstjóra áhaldahúss falið að fara yfir

skýrsluna og meta framhaldið.

d. Bréf vegna fjallskila í Stöðvardal dags. 22.10. (fskj.6)

Lagt var fram bréf frá bændum á 4 jörðum í Breiðdal þar sem fjallað er um smalamennskur og

fjallskil í Stöðvardal, en fulltrúar landbúnaðarnefndar Fjarðabyggðar telja að eigendum búfjár í

Stöðvardal beri að ná því sjálfir. Slíkt er þó ekki í samræmi við Fjallskilasamþykkt. Málinu vísað

til Landbúnaðarnefndar.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19,10

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

_________________________ _________________________

Hákon Hansson Gunnlaugur Stefánsson

__________________________ __________________________

Svandís Ingólfsdóttir Arnaldur Sigurðsson

__________________________

Sif Hauksdóttir