20. fundur 2015

Tuttugasti fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2015 haldinn mánudaginn 14.

desember 2015. Hann hófst kl. 17:30 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í

Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur

Sigurðsson og Helga Hrönn Melsteð. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Afgreiðsla á gjaldskrám Breiðdalshrepps fyrir árið 2016 (fskj. 1)

Lögð var fram skrá með drögum að Gjaldskrám Breiðdalshrepps fyrir árið 2016, sem fjallað

var um á vinnufundi sveitarstjórnar 4.12. og verkefnastjóri hefur uppfært í samræmi við

umræður þar. Flestar gjaldsskrár hækka um 4 % milli ára, þó hækkar leiga á félagslegum

íbúðum um 9 % og frá 1. janúar 2016.

Lagðar voru fram til síðari umræðu gjaldskrár Breiðdalshrepps fyrir árið 2016. Að lokinni

umræðu var álagning opinberra gjalda Breiðdalshrepps fyrir árið 2016 samþykkt samhljóða.

Álagningarstofnar og útsvar er óbreytt frá fyrra ári :

Fasteignaskattur íbúðarh. A 0,625 %

Fasteignaskattur opinberar byggingar B 1,320 %

Fasteignaskattur atvinnuh. C 1,650 %

Holræsagjald íbúðarhús 0,30 %

Holræsagjald atvinnuh. 0,30 %

Lóðarleiga 2,00 %

Vatnsskattur íbúðarhús 0,35 %

Vatnsskattur atvinnuhúsnæðis 0,35 %

Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem lagt var fram á fundinum og staðfest með

undirskriftum og birt verður á heimasíðu Breiðdalshrepps.

2. Fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps 2016 seinni umræða og afgreiðsla (fskj.2)

2

Verkefnastjóri og oddviti fóru yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun frá

fyrri umræðu.

Á árinu 2016 verður áfram gætt aðhalds í allri starfsemi sveitarfélagsins og unnið samkvæmt

samningi Breiðdalshrepps við Innanríkisráðuneyti, sem gildir til 1. febrúar 2017.

Sveitarstjórn er sammála um að góður árangur hafi náðst í endurskipulagningu fjármála

Breiðdalshrepps frá miðju síðasta ári. Þannig hefur tekist að greiða allar vanskilaskuldir sem

voru 27 milljónir króna og jafnframt er unnið skipulega að því að ná niður yfirdrætti í banka.

Ljóst er að skuldahlutfall fer lækkandi og skv. þriggja ára áætlun fer það niður fyrir 150 %

þegar á árinu 2017.

Umræða fór fram um verkefni næsta árs og voru fundarmenn sammála um að mikilvægt

væri að breytingar á starfsemi einstakra deilda væru unnar í samvinnu við forsvarsmenn

deildanna.

Lögð er áhersla á að aðhalds verði gætt á öllum sviðum og forsvarsmenn sveitarfélagsins

vinni með deildunum að því að fara ekki fram úr fjárhagsáætlun

Að umræðu lokinni var fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun

áranna 2017 til 2019 samþykkt samhljóða.

Samkvæmt áætlun verða heildartekjur A og B hluta samtals 208.716.000 og heildargjöld A

og B hluta án fjármagnsliða 170.188.000. Rekstrarniðurstaða ársins er áætluð jákvæð um

21.987.000.

Fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrr árin 2016 til 2019 borin upp og samþykkt samhljóða.

Helstu niðurstöðutölur fyrir 2016 eru (þús. kr.):

* Skatttekjur A-hluta ...................................... 94.100

* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs............................... 10.322

* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, .................... 21.987

* Rekstrarniðurstaða A-hluta, ...................... 17.090

* Samantekinn rekstur A- og B- hluti ............. 21.987

* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... (16.541)

* Afskriftir A og B hluti .................................... 11.120

* Eignir ........................................................ 301.379

* Langtímaskuldir og skuldbindingar..................... 264.243

* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir......... 47.262

* Skuldir og skuldbindingar samtals..................... 319.969

* Eigið fé í árslok 2016 .................................... (18.580)

* Veltufé frá rekstri áætlað ............................... 42.280

* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. ........... 5.000

Útsvarsprósenta fyrir 2016 var samþykkt samhljóða á aukafundi 30.11. og verður 14,52 %

Skv fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að húsaleiga félagslegra íbúða hækki um 9 %.

Skuldahlutfall, þ.e. skuldir/heildartekjur í árslok 2016 er áætlað 153,3 %

3. Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2016 (fskj.3)

3

Farið var yfir uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir 2016 og þær staðfestar og

undirritaðar. Uppfærar reglur verða lagðar fram til kynningar og verða jafnframt

aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins, samhliða tilkynningu um álagningu

fasteignagjalda.

4. Umsókn um leyfi til að halda 2 ketti (fskj.4)

Samþykkt að veita umbeðin leyfi.

5. Aðalskipulag Breiðdalshrepps

Oddviti kynnti stöðu málsins, sem hefur dregist nokkuð vegna anna við önnur verkefni.

Oddviti lagði til að afgreiðsla á nýju aðalskipulagi yrði forgangsmál á komandi ári og var það

samþykkt og oddvita falið að fylgja málinu eftir í samvinnu við umsjónarðalila, Teiknistofu

arkitekta. Stefnt er að vinnufundi sveitarstjórnar vegna málsins í byrjun næsta árs.

6. Erindi til sveitarstjórnar

a) Bréf Mannvirkjastofnunar vegna Brunavarnaáætlunar dags 10.12.15 (fskj.5)

a) Kynningarefni frá skipulagsstofnun Skipulag og ferðamál 10.11.2015 (fskj.6)

b) Umhverfisstofnun-eftirlitsskýrsla vegna Heydalamela dags.13.11. 15 (fskj.7)

Umrædd erindi lögð fram til kynningar

7. Samkomulag um aukna byggðafestu á Breiðdalsvík

Sveitarstjórn hefur borist bréf Byggðastofnunar þar sem leitað er eftir umsögn

sveitarstjórnar Breiðdalshrepps á samkomulagi um byggðafestu á Breiðdalsvík varðandi

nýtingu á 300 þorskígildistonnum árlega, samkomulagið fjallar um skiptingu þessa aflamarks

og mótframlag þeirra sem eru aðilar að samkomulaginu.

Í samkomulaginu gera eftirtaldir aðilar gera með sér samning um samstarf við

nýtingu 300 þorskígildistonna aflamarks árlega fiskveiðiárin 2015/2016, 2016/2017 og

2017/2018 auk mótframlags samstarfsaðila Byggðastofnunar skv. fylgiskjal með samningi

þessum, í því skyni að treysta byggðafestu á Breiðdalsvík. Samningur þessi er gerður á

grundvelli reglugerðar nr.606/2015, umsóknar vinnslu- og útgerðaraðila á Breiðdalsvík og

samþykktar stjórnar Byggðastofnunar þann 26. október 2015.

Aðilar að samningi þessum eru:

• Byggðastofnun kt.450679-0389, Ártorgi 1, Sauðárkróki

• Ísfiskur ehf., kt.631190-1039, Hafnarbraut 27, Kópavogi

• Grábrók ehf., kt.560594-2089, Sólheimum 8, Breiðdalsvík

• Gullrún ehf., kt.560312-1210, Ásvegi 32, Breiðdalsvík

• Grænnípa ehf., kt.660411-0890, Engihlíð, Breiðdalsvík

Meginmarkmið samningsins er að auka byggðafestu á Breiðdalsvík. Í því skyni

stefna samningsaðilar að stöðugri heilsárs fiskvinnslu í byggðarlaginu, að skapa og viðhalda

4

sem flestum heilsársstörfum fyrir karla og konur við veiðar, vinnslu og afleidda starfsemi á

Breiðdalsvík til lengri tíma, og að draga sem mest úr óvissu um framtíð byggðarlagsins.

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur fjallað um samninginn og fagnar þeirri niðurstöðu

sem náðst hefur. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samkomulag um byggðafestu á

Breiðdalsvík sem liggur fyrir milli áðurnefndra aðila.

8. Önnur mál

a) Borkjarnasafn Íslands

Sveitarstjórn fagnar því að Borkjarnasafn Íslands, sem er í eigu og umsjón

Náttúrufræðistofnunar Íslands skuli nú vera komið til Breiðdalsvíkur og bindur

miklar vonir við uppbyggingu safnsins á Breiðdalsvík á komandi árum.

b) Útkomuspá fyrir Breiðdalshrepp 2015

Skv. útkomuspá KPMG fyrir árið 2015 er áætluð rekstrarniðurstaða jákvæð um

20.669.000 miðað við tap upp á 4,1 milljón á árinu 2014. Sveitarstjórn fagnar þeim

árangri sem náðst hefur og þakkar öllum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir sinn þátt

í þeim góða árangri sem náðst hefur. Sérstaklega ber þar að nefna þau Sif

Hauksdóttur verkefnastjóra sveitarstjórnarmála og Björn Hafþór Guðmundsson

starfsmann á skrifstofu og tengilið við IRR. Þau hafa verið óþreytandi í að vinna sem

best að hag sveitarfélagsins og hafa borið hitann og þungann af mikilli vinnu við

endurskipulagningu á fjárhag Breiðdalshrepps.

c) Sjálfseignarstofnun um sláturhúsið

Stefnt er að því að setja á stofn sjálfseignarstofnun um ákveðið verkefni í tengslum

við Borkjarnasafn. Ráðgert er að stofndagur verði 1.1.2016 og er undirbúningur

hafinn, í samráði við KPMG endurskoðunarskrifstofu. Oddviti greindi nánar frá

málinu. Sveitarstjórn felur oddvita og verkefnastjóra að vinna málið áfram og þeim er

veitt upboð til að ljúka verkefninu.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18,45

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

_________________________ _________________________

Hákon Hansson Gunnlaugur Stefánsson

__________________________ __________________________

Svandís Ingólfsdóttir Arnaldur Sigurðsson

__________________________ ________________________

Sif Hauksdóttir Helga Hrönn Melsteð