6. fundur 2016

Sjötti fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2016 haldinn mánudaginn 9. maí 2016. Hann hófst kl. 17:50 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson og Helga Hrönn Melsteð. Sif Hauksdóttir verkefnastjóri forfallaðist á síðustu stundu.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Ársreikningur Breiðdalshrepps 2015 seinni umræða.

Á fundinum var Ársreikningur Breiðdalshrepps fyrir árið 2015 ásamt fylgigögnum lagður fram til seinni umræðu. Helstu niðurstöðutölur ársreikningsins eru: (mkr.) Til samanburðar eru niðurstöður ársreiknings 2014

  2015 2014
Rekstrartekjur A-hluti 194.851 165.097
Rekstrargjöld A-hluti (án fjármagnsliða) 148.213 141.935
Rekstrarniðurstaða A-hluta 22.056 -5.810
Tekjur A og B-hluta (samantekið) 219.483 184.073
Gjöld A og B-hluta (samantekið, án fjárm.liða) 161.748 159.247
Rekstrarniðurstaða A og B-hluta 30.687 -4.197
Fjármagnsliðir A og B-hluta -16.408 -18.015
Skuldir og skuldbindingar A-hluta 202.578 230.034
Skuldir og skuldbindingar A og B-hluta 329.495 362.855
Eigið fé A-hluta -17.228 -36.993
Eigið fé A og B-hluta -32.840 -61.236
     
Skuldahlutfall/skuldaviðmið-skuld/rekstrartekjur A og B hluti 150 %   197%


Að yfirferð á ársreikningi og meðfylgjandi gögnum lokinni var ársreikningur Breiðdalshrepps fyrir árið 2014 borinn upp og samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn. Eins og sést af ofangreindu hefur náðst ánægjulegur viðsnúningur í fjármálum Breiðdalshrepps og vonandi heldur sú þróun áfram.

2. Bréf frá forráðamönnum Ísfisks ehf (fskj.2)

Oddviti fór yfir bréfið, sem áður hafði verið sent til sveitarstjórnarmanna og greindu frá símafundi sem hann og Sif Hauksdóttir áttu með forsvarsmönnum Ísfisks ehf og Aðalsteini Þorsteinssyni forstjóra og Sigurði Árnasyni frá Byggðastofnun.

3. Viðgerð á brú yfir Hnausá í Norðurdal

Sótt hefur verið um fjárveitingu í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar og var óskað eftir hámarks styrk sem rynni allur til að gera við brúna. Breiðdalshreppur leggur ríka áherslu á að verkinu verði lokið hið fyrsta. Verkefnisstjóra og oddvita falið að leita eftir föstu tilboði frá verktökum og semja um eina heildargreiðslu fyrir að ljúka við viðgðerðina.

4. Tillögur AKS teiknistofu - umhverfisfrágangur á Selnesi drög (fskj.4)

Verkefnastjóri kynnti vinnu sem Anna Katrín Svavarsdóttir skipulagsfræðingur hjá AKS Teiknistofu hefur unnið og drög voru kynnt á fundinum. Nauðsynlegt er að móta stefnu um fegrun og bætta umgengni á Breiðdalsvík. Tillögur AKS geta þar komið að gagni, en frekari útfærsla er nauðsynleg.

5. Bréf til sveitarstjórnar:

a) Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um hagsmunaskráningar (fskj.5)
b) Bréf frá Menntamálstofnun, ytra mat á grunnskólum 3.5.2016 (fskj.6)
Oddvita veitt umboð til að afgreiða erindið.
c) Bréf til sveitarfélaga 2. maí 2016-uppbygging innviða (fskj.7)
d) Fundargerð_384_hafnasamband sveitarfélaga (fskj.8)
e) Fundargerð 838. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarfél (fskj.9)
f) Arðgreiðsla frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf fyrir 2015 (fskj.10)
g) Tilkynning um viðmiðunardag vegna gerðar kjörskrárstofns (fskj.11)
Bréf undir liðum a) og c til g) lögð fram til kynningar, starfsfólk svarar bréfum eftir því sem við á.
h) Umsókn um endurnýjun á gistileyfi –Skarð (fskj.12)
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umrætt leyfi verið endurnýjað, verkefnastjóra falið að svara erindi sýslumanns.
i) Tilkynning frá Jöfnunarsjóði framlag vegna nýbúafræðslu (fskj.13)
j) Ársreikningur 2015 Landskerfi bókasafna (fskj.14)
Liðir i) og j) lagðir fram til kynningar. Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. verður haldinn þriðjudaginn 10. maí kl. 15. Ekki er gert ráð fyrir að fulltrúi Breiðdalshrepps sæki fundinn.

6. Bréf frá Indriða Margeirssyni slökkviliðsstjóra (fskj.15)

Sveitarstjórn telur eðlilegt að samið verði um laun slökkviliðsstjóra í samræmi við umfang starfsins. Verkefnastjóra falið að semja um greiðslu í samráði við oddvita. 

7. Tvær umsóknir frá Njáli Torfasyni (fskj.16)

Verkefnastjóra falið að ræða málið við umsækjanda og finna hentuga leið til að framfylgja hugmyndum Njáls í samvinnu við oddvita og verkefnisstjóra Brothættra byggða.

8. Önnur mál

a) Greiðsla til Bjsv. Einingar vegna björgunaraðgerða í óveðri 30. 12. sl.
Samþykkt að greiða 260 þúsund fyrir vel unnin störf.

b) Malbikun KM á Austurlandi
Samþykkt að kanna möguleika á að malbika svæði framan við slökkvistöð. Samráð verði haft við aðra aðila sem hyggjast nýta sér þessa þjónustu. Kostnaður er 4.400 kr á fermetra, með VSK, en 4.250 kr ef malbikað er meira en 300 m2

c) Framlag úr ríkissjóði vegna tjóns í óveðri 30.12.2015
Á fundi fulltrúa Breiðdalshrepps með Sigurði Áss Grétarssyni í apríl kom fram að fjárveiting úr ríkissjóði vegna viðgerða vegna tjóns á brimvarnargarði við Breiðdalsvíkurhöfn liggur fyrir. Áætlað er að kostnaður við viðgerð sé 30 milljónir króna, en Breiðdalshreppur greiðir 10 % af þeirri upphæð. Stefnt er að því að bjóða verkið út í lok maí og að því verði lokið fyrir komandi vetur. Í samtali oddvita við fulltrúa Fjármálaráðuneytis í morgun kom fram, að styrkur til Breiðdalshrepps í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnar um bætur komi til greiðslu í þessari viku.

d) Launagreiðslur til verkefnisstjóra
Oddvita er falið að endurnýja ráðningarsamning við Sif Hauksdóttur verkefnastjóra þannig að laun hennar verði í samræmi við umræður sem urðu á fundinum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19:45
Fundargerð ritaði Hákon Hansson