7. fundur 2016

Sjöundi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2016 haldinn mánudaginn 6. júní 2016. Hann hófst kl. 17:30 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson og Helga Svanhvít Þrastardóttir varamaður. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Íbúafundur 9. 6. 2016

Oddviti og verkefnastjóri fóru yfir mál sem tekin verða til umfjöllunar á íbúafundi sem sveitarstjórn boðar til fimmtudaginn 9. júní nk kl 20,00 í Grunnskólanum. Farið verður yfir helstu verkefni sveitarfélagsins og stöðu í fjármálum, ársreikningur fyrir 2015 kynntur og umhverfismál og umgengni verða til sérstakrar umfjöllunar.

2. Tvö bréf frá forráðamönnum Ísfisks ehf í maí 2016 (fskj.1)

Forráðamenn Ísfisks ehf hafa óskað eftir því við Byggðastofnun, að samningi milli útgerðarmanna á Breiðdalsvík, fyrirtækisins Ísfisks ehf og Byggðastofnunar verði breytt frá og með næsta fiskveiðiári. Málið er til skoðunar hjá Byggðastofnun, en svar hefur ekki borist. Vinnsla hjá Ísfiski mun liggja niðri í júlí, en vonast er til að hún hefjist aftur í ágúst.

3. Viðgerð á brimvarnargarði - undirbúningur vegna útboðs

Hafnasvið Vegagerðarinnar vinnur nú að undirbúningi útboðs vegna viðgerðasr á brimvarnagarðinum við Breiðdalsvíkurhöfn. Vonast er til að útboðsgögn verði tilbúin fljótlega og þá verður verkið boðið út. Stefnt er að því að ljúka viðgerðinni í haust. Breiðdalshreppur þarf að greiða 10 % kostnaðar við verkið, sem er veruleg upphæð enda allt verkið mjög dýrt. Hlutur Breiðdalshrepps í verkinu verður greiddur af þeim bótum sem sveitarfélagið fékk vegna veðurtjónsins.

4. Malbikun við slökkvistöð

Vísað er til bókunar sveitarstjórnar frá síðasta fundi.

5. Áætlun um lagfæringar við höfnina

Talsvert hefur verið kvartað yfir veginum út á nýju bryggju og hafa bæði rekstaraðilar flutingabíla og þeir sem flytja þurfa fisk frá höfninni ítrekað farið fram á úrbætur. Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði áætlun um endurbætur á hafnarsvæðinu og verkefninu verði skipt niður á árin 2016 til 2018. Unnið verði skv. þeirri áætlun sem gerð verður. Í sumar er mikilvægast að laga veginn út á bryggju og útbúa aðstöðu til að setja út smábáta og taka þá aftur á land. Verkefnastjóra falið að fylgja verkinu eftir.

6. Brothættar byggðir- framhaldið og úthlutun styrkja 2016 (fskj.2)

Úthlutun styrkja í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina fyrir 2016 er nú lokið. Styrkveitingar voru kynntar á fundinum, en úthlutunin er á ábyrgð verkefnisstjórnar með Brothættum byggðum. Alls var úthlutað 5 milljónum í ár.

7. Tillögur starfshóps um svæðisskipulag (fskj.3)

Sif Hauksdóttir verkefnastjóri sat í starfshópi um undirbúning svæðisskipulags Austurlands f.h. Breiðdalshrepps. Hún kynnti niðurstöðurnar á fundinum og fór yfir gögn sem starfshópurinn vann á fundum sínum.

8. Bréf til sveitarstjórnar:

a) Ársskýrsla Heilbr.eftirlits Austurlands fyrir 2015 (fskj.4)
b) Bréf frá Skipulagsstofnun Sumarhús í landi Skriðu (fskj.5)
c) Bréf til sveitarstjóra vegna orlofsmála fatlaðs fólks. (fskj.6)
d) Fundargerð 385_hafnasamband sveitarféaga (fskj.7)
e) IRR - Jöfnunarsjóður Endanl. úthl. framl. v.sérþ.fatl (fskj.8)
f) IRR Gr.vegna birtingar í stj.tíðindum (fskj.9)
g) Sambands ísl sveitarfélaga fundargerd_839 (fskj.10)
h) Staðfesting v. ársreiknings (bréf sent KPMG) (fskj.11)
i) Endurskoðun á samningi Ust og sveitarfélaga um refaveiðar (fskj.12)
j) Minnisblað vegna fundaferðar fulltrúa Breiðdalshrepps til REK (fskj.13)
Gögn merkt a) til j) lögð fram til kynningar. Virða skal trúnað varðandi e) lið.

9. Önnur mál

1) Varasjóður húsnæðismála og Íbúðalánasjóður- sala á íbúðum
Farið var yfir stöðu málsins, vonast er eftir svörum frá þessum stofnunum innan tíðar og verða þau þá kynnt fulltrúum í sveitarstjórn.

2) Leiga á gámum fyrir gámavöll
Verkefnisstjóri fór yfir málið og sveitatsjórn samþykkti að tveir 20 feta gámar verði teknir á leigu til viðbótar 40 feta gámi sem notaður er fyrir bílhræ og brotajárn.

3) Málefni áhaldahúss
Ráðnir hafa verið tveir sumarstarfsmenn sem sjá m.a. um afleysingar í sumarleyfi fastra starfsmanna.

4) Kjörskrá fyrir forsetakosningar-tilnefning varamanns í kjörstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Sigurð Borgar Arnaldsson sem varamann í kjörstjórn Breiðdalshrepps. Arnaldur Sigurðsson tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

5) Aðalskipulag
Sveitarstjórn samþykkir að oddviti óski eftir því að Árni Ólafsson hjá Teiknistofu arkitekta komi á fund með sveitarstjórn til að undirbúa framhaldið. Markmiðið er að hraða gerð nýs aðalskipulags eins og kostur er.

6) Styrkir við lok náms í framhaldsskóla
Í vor luku nokkrir ungir Breiðdælingar námi í framhaldskólum með eftirtektarverðum árangri. Oddviti lagði fram tilllögu um að Breiðdalshreppur styddi við þá framhaldsskólanemendur sem ljúka námi í menntakóla, verkemenntaskóla eða öðru sambærilegu framhaldsnámi eins og iðnnámi með styrk, sem væri viðurkenning, hvatning og þakklætisvottur til ungra Breiðdælinga. Settar verða skýrar reglur um úthlutunina. Samþykkt að styrkur á þessu ári verði 25 þús krónur til hvers nemanda sem uppfyllir sett viðmið og er með lögheimili í Breiðdalshreppi. Reglurnar taki gildi frá og með áramótum 2015 / 2016. Verkefnastjóra falið að annast framkvæmdina.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19:50
Fundargerð ritaði Hákon Hansson