8. fundur 2016

Áttundi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2016 var aukafundur, haldinn fimmtudaginn 9. júní 2016. Hann hófst kl. 21:30 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson og Helga Svanhvít Þrastardóttir varamaður. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Kjör fulltrúa Breiðdalshrepps í stjórn Breiðdalsseturs.

Oddviti lagði til að tilnefningar til stjórnar Breiðdalsseturs ses f.h. Breiðdalshrepps yrðu óbreyttar, þ.e. að Pétur Pétursson yrði áfram aðalmaður í stjórn og Helga Hrönn Melsteð varamaður.

Samþykkt samhljóða.

Þetta var eina málið á dagskrá fundarins sem slitið var kl 21.40
Fundargerð ritaði Hákon Hansson