Skipulagsnefnd 27.6.2016

Fundur var haldinn í skipulagsnefnd Breiðdalshrepps mánudaginn 27. júní 2016 kl. 17,00 í fundaherbergi Breiðdalshrepps í grunnskólanum.

Mætt voru Maria Jane Duff, Selma Jóhannesdóttir, Halldór Jónsson og Hákon Hansson aðalmenn og Helga Svanhvít Þrastardóttir varamaður í stað Ingólfs Finnssonar . Einnig sátu fundinn Elis B. Eiríksson byggingarfulltrúi sem var í símasambandi frá Egilsstöðum og Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Formaður skipulagsnefndar setti fundinn og bauð þátttakendur velkomna.

Dagskrá:

1. Skriða. Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi að Skriðu.

a. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 4.5.2016.
b. Aðaluppdrættir, dags. 15.6.2016.
c. Umsókn um byggingarleyfi dags. 5. mars 2016

Farið var yfir fyrirliggjandi gögn sem borist hafa til Breiðdalshrepps og byggingarfulltrúa. Umsóknin er samþykkt af skipulasnefnd og byggingarfulltrúi aflar í framhaldinu þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru til útgáfu byggingarleyfis.

2. Ýmis mál til kynningar, fylgiskjöl 2.

a. Þverhamar 3. Umsókn um stofnun lóðar um gamla íbúðarhúsið Þverhamri 3 dags. 17.5.2016.
Um er að ræða stofnun nýrrar lóðar út úr landi Þverhamars 3 í Breiðdalshreppi. Heiti nýrrar lóðar er gefið upp í umsókn sem Lillehammer. Vegna nafnsins er komið bréf frá Þjóðskrá Íslands þar sem gerðar eru tvær athugasemdir við nafnið og stærð lóðar. Á nýju lóðina er skráð mannvirki, 217-8836. Með umsókn fylgdi lóðablað fyrir nýju lóðina. Nauðsynlegt er að byggingarfulltrúi kanni nánar þær athugasemdir sem borist hafa. Byggingarfulltrúi hefur heimild til að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum.

b. Selnes 28-30. Sótt leyfi fyrir keyrsluhurð, dags. 10.4.2016.
Umsóknin varðar keyrsluhurð fyrir slökkvibíl á slökkvistöð Breiðdalshrepps að Selnesi 28-30. Verkinu er lokið og var það samþykkt og afgreitt í samræmi við heimildir byggingarfulltrúa milli funda.

c. Hótel Bláfell, Umsókn um að breyta bakrými Hótels Bláfells og bráðabirgðateikning. 16.3.2016.
Grunnmynd sem sýnir fyrstu hæð hótelsins með fyrirhuguðum breytingum hefur ekki borist. Mikilvægt er að Hótel Bláfell skili nauðsynlegum teikningum til byggingarfulltrúa, enda er framkvæmdum lokið.

d. Selnes 17. Sótt var um leyfi vegna viðhalds á veggjum og þaki Snorrabúðar. 24.2.2016.
Viðhald samþykkt. Viðhaldi á húseigninni er að mestu lokið.

3. Önnur mál

a) Sæberg 6, þak og sólpallur.
Sótt var um leyfi fyrir byggingu á sólpalli og breytingum á þaki sbr teikningu sem barst 3.11. 2015. Málið var afgreitt af byggingarfulltrúa samdægurs.

Ýmis önnur mál rædd og kynnt en ekki bókuð.

Fundi lauk kl 17:55
Fundargerð ritaði Hákon Hansson