12. fundur 2016

Tólfti fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2016 var haldinn þriðjudaginn 18. október 2016. Hann hófst kl. 18:30 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Arnaldur Sigurðsson.

Einnig sat fundinn Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Kjörskrá fyrir alþingiskosningar 29.10.2016 (fskj. 1)
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkir á fundi sínum 18.10. 2016 fyrirliggjandi kjörskrá fyrir komandi alþingiskosningar. Sveitarstjórn veitir verkefnastjóra sveitarstjórnarmála jafnframt fullt og ótakmarkað umboð til að fjalla um athugasemdir sem kunna að berast, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

2. Önnur mál
a) Ljósleiðari
Oddviti fór yfir samtöl við Karl Hálfdánarson vegna lagningar ljósleiðara í dreifbýli. Vilji er til þess hjá sveitarstjórn að leita allra hagkvæmra leiða til að leggja ljósleiðara um sveitina á árinu 2017. Sveitarstjórn veitir oddvita og verkefnastjóra fullt umboð til að halda áfram viðræðum við Karl Hálfdánarson á þeim grunni sem oddviti kynnti á fundinum.
b) Byggðafestukvóti á Breiðdalsvík. (fskj 2)
Oddviti kynnti bókun verkefnisstjórnar um Brothættar byggðir þar sem hvatt er til þess að byggðafestukvóti Breiðdalshrepps verði aukinn um 100 tonn í 400 tonn. Erindið hefur verið sent til stjórnar og framkvæmdastjóra Byggðastofnunar.
c) Breyting á samningi um Brothættar byggðir á Austurlandi.
Oddviti greindi frá stöðu mála. Sveitarstjórn felur oddvita og verkefnastjóra að afgreiða breyttan samning og undirrita hann.
d) Samningur við IRR og EmFS (fskj.3)
Oddviti lagði fram bréf til IRR þar sem óskað er eftir viðræðum um framlengingu á þeim samningi sem undirritaður var í ársbyrjun 2015.
e) Flotbryggja
Oddviti greindi frá því að í nýsamþykktri Samgönguáætlun fyrir 2015 til 2018 kemur inn greiðsla vegna flotbryggju frá árunum 2010 og 2011. Þetta hefur verið eitt helsta baráttumál núverandi sveitarstjórnar og er því sérlega ánægjulegt að þetta mikilvæga mál sé í höfn. Greiðslurnar berast á árunum 2017 og 2018.

Fundi slitið kl. 19,45
Fundargerð ritaði Hákon Hansson