13. fundur 2016

Fundargerð 13 / 2016

Þrettándi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2016 var haldinn mánudaginn 31. október 2016. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Elís Pétur Elísson.

Einnig sat fundinn Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

Í upphafi fundar bar oddviti undir fundarmenn hvort þeir féllust á að bætt yrði tveimur liðum við boðaða dagskrá, liðum 7 og 8. Samþykkt samhljóða.

1. Fjárhagsáætlun fyrir 2017 lögð fram á fundinum - fyrri umræða

Verkefnastjóri lagði fram á fundinum fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps til fyrri umræðu. Hún kynnti áætlunina og svaraði spurningum fundarmanna. Talsverðar umræður urðu um fjárhagáætlunina og að þeim loknum var henni vísað til annarrar umræðu. Stefnt er að því að önnur umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar fyrir 2017 fari fram á fundi mánudaginn 12. desember.

Vinna við aðalskipulag (fskj. 1)

Oddviti kynnti stöðu mála, sent hefur verið út bréf til landeigenda sem eiga land að Skriðublá og þeir beðnir að senda inn hugmyndir sínar varðandi hverfisvernd í síðasta lagi 8. nóvember n.k. Í framhaldi af því verði lokið við tillögu að nýju aðalskipulagi og það kynnt og sent í auglýsingaferli í framhaldi af kynningunni.

Byggðafestukvóti Breiðdalshrepps aukinn (fskj. 2)

Oddviti kynnti bréf frá Albert Svavarssyni framkvæmdastjóra Ísfisks dags 27.10. sl þar sem m.a. kemur fram að stefnt er að því að hefja ráðningar starfsfólks í vikunni sem er gengin í garð. Ljóst er að aukning aflamarks Byggðastofnunar tryggi áframhaldandi starfsemi Ísfisks á Breiðdalsvík.

Verkefnisstjórar fyrir Breiðdælingar móta framtíðina (fskj. 3)

Oddviti og verkefnastjóri kynntu breytingar sem gerðar hafa verið á samningi um Brothættar byggðir á Austurlandi og breyttan viðaukasamning fyrir verkefnið Breiðdælingar móta framtíðina. Sveitarstjórn fagnar því að verkefnið er nú aftur komið á fullan skrið og lýsir yfir ánægju með samningana eins og þeir liggja fyrir.

Fundarboð aðalfundur HAUST 2016 3.11.2016 (fskj.11)

Sveitarstjórn samþykkir að fela verkefnisstjóra sjá um þátttöku f.h. sveitarfélagsins Breiðdalshrepps og fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.

Bréf og erindi til sveitarstjórnar

Tvö bréf frá Hagstofu –upplýsingar úr gagnagrunni (fskj. 4)

Fundarboð frá Héraðsskjalasafni Austurlands (fskj. 5)

Skýrsla um fasteignamat (fskj. 6)

Stígamót 2017 beiðni um fjárstuðning (fskj. 7)

Strandveiðigjald 2016 (fskj. 8)

Úttekt vegna styrkvega 2016 (fskj. 9)

Umsókn um byggðakvóta 2016 – 2017 (fskj.10)

Bréf og erindi lögð fram til kynningar.

7. Útsvarsprósenta í Breiðdalshreppi fyrir árið 2017

Oddviti lagði fram tillögu um álagningarprósentu útsvars fyrir árið 2017.

Í 24. grein laga um um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4 / 1995 segir m.a.: Sveitarstjórn skal ákveða fyrir 1. desember ár hvert hvaða hundraðshluti verði lagður á tekjur manna á næsta ári . Ákvörðun sveitarstjórnar skal tilkynna fjármálaráðuneytinu eigi síðar en 15. desember á sama ári.

Eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkir samhljóða að útsvarsprósenta í sveitarfélaginu árið 2017 verði 14,52 %.

8. Afgreiðsla á gjaldskrám Breiðdalshrepps fyrir árið 2017 (fskj. 1)

Lögð var fram skrá með drögum að Gjaldskrám Breiðdalshrepps fyrir árið 2017, Verkefnastjóra er falið að uppfæra gjaldskrár í samræmi við umræður á fundinum og leggja þær fram til afgreiðslu á næsta fundi sveitarstjórnar.

9. Önnur mál.

a) Seinni íbúafundur sveitarstjórnar fyrir 2017 ákveðinn 22. nóvember n.k.

b) Haldinn verður íbúafundur í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina þriðjudaginn 16. nóvember.

Fundirnir verða nánar auglýstir síðar.

c) Tilnenfningar varamanna í svæðisskipulag. Samþykkt að tilnefna Arnald Sigurðsson og Svandísi Ingólfsdóttur sem varamenn.

Fundi slitið kl. 19,30

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

_________________________ _________________________

Hákon Hansson Svandís Ingólfsdóttir

__________________________ __________________________

Gunnlaugur Stefánsson Elís Pétur Elísson

__________________________

Sif Hauksdóttir