14. fundur 2016

Fundargerð 14 / 2016

Fjórtándi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2016 var haldinn mánudaginn 28. nóvember 2016. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Arnaldur Sigurðsson.

Einnig sat fundinn Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

Fundurinn er boðaður með dagskrá en er fyrst og fremst hugsaður sem vinnufundur vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir 2017 og atriða er snerta gerð fjárhagsáætlunar, einkum útgjaldaliða.

1. Ýmis atriði er varða fjárhagsáætlun 2017

Farið yfir helstu útgjaldaliði er gætu hækkað milli ára.

Líklegt er að ýmsir útgjaldaliðir eigi eftir að hækka og einnig var farið yfir líklegan kostnað vegna hluta Breiðdalshrepps í viðgerð á brimvarnargarð sem er 10 % af kostnaði, líklega ca. 3 milljónir. ‚itarleg umræða fór fram um fjárhagsáætlun fyrir komandi ár.

2. Aðalskipulag

Oddviti greindi frá samskiptum við landeigendur jarða er eiga land í sk. Skriðublá. Ljóst er að ekki er samstaða um að beita hverfisvernd á allt svæðið og út fyrir vötnin utarlega á svæðinu. Til að afgreiða málið í sátt er það tillaga oddvita að að breyta þarna um kúrs og hafa hverfisverndarsvæðið utan um vötn og tjarnir og síðan H2 upp með Breiðdalsá, áin ásamt bökkum. Þá hyrfi verndarsvæðið Skriðublá eins og það er í drögum. Í staðinn verði lögð áhersla á að ekki verði framkvæmdir á svæðinu nema skv. ákvæðum náttúruverndarlaga og laga um mat á umhverfisáhrifum.

3. Ljósleiðaravæðing sveitarinnar

Sveitarstjórn áformar að ráðast í ljósleiðaravæðingu dreifbýlis eins fljótt og kostur er, helst á árinu 2017. Skv. drögum að kostnaðaráætlun gæti Breiðdalshreppur þurft að leggja fram verulegt framlag, líklega 8 til 9 milljónir.

Farið var yfir kostnað Breiðdalshrepps við verkefnið sem er umtalsverður og leitað leiða til að finna fjármagn í verkefnið.

4. Samstarf við Innanríkisráðuneytið

Eins og áður hefur komið fram hefur verið sótt um framlengingu á samstarfi við IRR á árinu 2017, svar hefur ekki borist en vonast er eftir svari á næstunni.

5. Brothættar byggðir

Verkefnisstjórn Brothættra byggða hefur fallist á hugmyndir fulltrúa Breiðdælinga í verkefnisstjórn um að oddviti og verkefnastóri sveitarstjórnarmála taki að sér starf verkefnisstjóra Brothættra byggða fyrst um sinn.

6. Íbúafundur 30.11.2016

Ákveðið hafði verið að fresta íbúafundi frá því sem áður var ráðgert og fer hann fram nk. miðvikudag, 30. nóvember.

7. Byggðakvóti Breiðdælinga fiskveiðiárið 2016/2017

Skv. bréfi frá ANR dags 31.10. 2016 er kynnt, að úthlutaður byggðakvóti Breiðdalsvíkur er 90 tonn. Í ljósi breyttra aðstæðna hefur sveitarstjórn ákveðið að breyta ákvörðun sem kynnt var á fundi 9. nóvember 2015 og úthluta byggðakvóta á sama hátt og gert var fyrir síðasta fiskveiðiár, þ.e. að 25 % úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. greinar reglugerðarinnar og 75 % úthlutaðs byggðakvóta verði skipt á skip á grundvelli landaðs afla á fiskveiðiárinu 2015/2016.

Sérstök áhersla er lögð á að þeim sem fá úthlutað byggðakvóta beri að fara eftir 6. grein reglugerðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 641/2016

8. Önnur mál Engin

Fundi slitið kl. 19,20

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

_________________________ _________________________

Hákon Hansson Svandís Ingólfsdóttir

__________________________ __________________________

Gunnlaugur Stefánsson Arnaldur Sigurðsson

__________________________

Sif Hauksdóttir