15. fundur 2016

 • Fundargerð 15 / 2016

  Fimmtándi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2016 haldinn mánudaginn 5. desember 2015. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

  Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Arnaldur Sigurðsson. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri. Helga Hrönn Melsteð boðaði forföll og sömu leiðis tveir fyrstu varamenn í sveitarstjórn.

  Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

  Dagskrá:

  Afgreiðsla á gjaldskrám Breiðdalshrepps fyrir árið 2017 (fskj. 1)

  Lögð var fram skrá með drögum að Gjaldskrám Breiðdalshrepps fyrir árið 2017, sem fjallað var um á fundi sveitarstjórnar 31.10. og verkefnastjóri hefur uppfært í samræmi við umræður þar. Flestar gjaldsskrár hækka skv. vísitölu um 2 % milli ára, þá hækkar leiga á félagslegum íbúðum um 6 % og frá 1. janúar 2017.

  Lagðar voru fram til síðari umræðu gjaldskrár Breiðdalshrepps fyrir árið 2017. Að lokinni umræðu var álagning opinberra gjalda Breiðdalshrepps fyrir árið 2017 samþykkt samhljóða.

  Álagningarstofnar og útsvar er óbreytt frá fyrra ári :

  Fasteignaskattur íbúðarh. A 0,625 %

  Fasteignaskattur opinberar byggingar B 1,320 %

  Fasteignaskattur atvinnuh. C 1,650 %

  Holræsagjald íbúðarhús 0,30 %

  Holræsagjald atvinnuh. 0,30 %

  Lóðarleiga 2,00 %

  Vatnsskattur íbúðarhús 0,35 %

  Vatnsskattur atvinnuhúsnæðis 0,35 %

  Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem lagt var fram á fundinum og staðfest með undirskriftum og birt verður á heimasíðu Breiðdalshrepps.

  Fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps 2017 seinni umræða og afgreiðsla

  Verkefnastjóri fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun frá fyrri umræðu. Á árinu 2017 verður áfram gætt aðhalds í allri starfsemi sveitarfélagsins eins og frekast er kostur.

  Sveitarstjórn er sammála um að góður árangur hafi náðst í endurskipulagningu fjármála Breiðdalshrepps á árinu 2016. Ljóst er að skuldahlutfall fer lækkandi og næst niður fyrir 150 % um komandi áramót.

  Að lokinni ítarlegri umræðu var fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir árið 2017 og þriggja ára áætlun áranna 2018 til 2020 var áætlun samþykkt samhljóða.

  Samkvæmt áætlun verða heildartekjur A og B hluta samtals 244.452 þús og heildargjöld A og B hluta án fjármagnsliða 193.376 þús . Rekstrarniðurstaða ársins er áætluð jákvæð um 34.448 þús fyrir A og B hluta.

  Fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrr árin 2017 til 2020 borin upp og samþykkt samhljóða.

  Helstu niðurstöðutölur fyrir 2017 eru (þús. kr.):

  * Skatttekjur A-hluta ............................................ 100.600

  * Fjármagnsgjöld aðalsjóðs................................... 10.167

  * Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, ........................... 23.484

  * Rekstrarniðurstaða A-hluta, ............................. 17.184

  * Samantekinn rekstur A- og B- hluti ................... 34.448

  * Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... (16.628)

  * Afskriftir A og B hluti ......................................... 10.614

  * Eignir ................................................................. 299.615

  * Langtímaskuldir og skuldbindingar..................... 231.022

  * Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 34.946

  * Skuldir og skuldbindingar samtals..................... 275.865

  * Eigið fé í árslok 2016 ......................................... 23.750

  * Veltufé frá rekstri A og B áætlað ....................... 42.037

  Útsvarsprósenta fyrir 2017 var samþykkt samhljóða á 13. fundi 31.10. og verður 14,52 %

  Skuldahlutfall, þ.e. skuldir/heildartekjur í árslok 2017 er áætlað 112,8 %

  Sveitarstjórn ráðgerir að ráðast í tengingu ljósleiðara í dreifbýli í Breiðdal á árinu 2017 þegar nauðsynlegri undirbúningsvinnu er lokið.

  Reglur um afslátt á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega árið 2017

  Farið var yfir uppfærðar reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir 2017 og þær staðfestar og undirritaðar. Uppfærar reglur verða lagðar fram til kynningar og verða jafnframt aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins, samhliða tilkynningu um álagningu fasteignagjalda.

  Erindi til sveitarstjórnar

  Jöfnunarsjóður áætluð úthl.framlaga v. sérþarfa (fskj. 1)

  Brunavarnaáætlun bréf Mannvirkjastofnunar (fskj. 2)

  Ósk um endurvigtunarleyfi bréf Fiskistofu (fskj. 3)

  Námsgagnasjóður nýjar úthlutunarreglur (fskj. 4)

  Skýrsla um fasteignamat 2017 frá Þjóðskrá (fskj. 5)

  Umsókn v. tónlistarnáms, bréf Jöfnunarsjóðs (fskj. 6)

  Umrædd erindi lögð fram til kynningar.

  5. Útkomuspá fyrir Breiðdalshrepp 2016

  Skv. útkomuspá KPMG fyrir árið 2016 er áætluð rekstrarniðurstaða jákvæð um 22.141.000. Sveitarstjórn fagnar þeim árangri sem náðst hefur og þakkar öllum starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir sinn þátt í þeim góða árangri. Sérstaklega ber þar að nefna þau Sif Hauksdóttur verkefnastjóra sveitarstjórnarmála og Björn Hafþór Guðmundsson starfsmann á skrifstofu og tengilið við IRR. Þau hafa borið hitann og þungann af mikilli vinnu við endurskipulagningu á fjárhag Breiðdalshrepps.

  Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18,15

  Fundargerð ritaði Hákon Hansson

  _________________________ ________________________

  Hákon Hansson Gunnlaugur Stefánsson

  __________________________ ______________________

  Svandís Ingólfsdóttir Arnaldur Sigurðsson

  __________________________ _____________________

  Sif Hauksdóttir