1. fundur 2016

Fyrsti fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2016 var haldinn mánudaginn 18. janúar

2016. Hann hófst kl. 17:30 og fór fram í fundarherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla

Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Arnaldur Sigurðsson, Helga Hrönn

Melsteð og Helga Svanhvít Þrastardóttir varamaður, sem sat fundinn sem aðalmaður. Einnig

Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Tjón af völdum óveðurs 30.12. 2015 (fskj. 1)

Verkefnastjóri og oddviti fóru yfir stöðu mála.

Ljóst er að umtalsvert tjón varð á Breiðdalsvík í óveðrinu sem gekk yfir Austurland

30.desember sl. Mest varð tjónið á sjóvarnargarði við höfnina og á flotbryggju frá 2010.

Flotbryggjan slitnaði upp en með snarræði tókst að bjarga því að hún eyðilegðist, sem hefði

jafnframt þýtt stórtjón á bátum sem við hana lágu. Starfsmenn Króla voru hér á föstudag og

laugardag og kafari kannaði skemmdirnar. Flestar festingar höfðu slitnað og jafnframt barst

mikið af aur og grjóti í höfnina svo ljóst er að ráðast þarf í dýpkun hafnarinnar. Þá

eyðilagðist landgangur út á bryggjuna. Ljóst er að efniskostnaður og vinna við flotbryggju,

tryggar festingar, landgang og björgunarlaun verður a.m.k. 5 milljónir, líklega talsvert hærri.

Tjón á áhaldahúsi, flokkunarstöð og umhverfi er líka mjög mikið svo og á nýrri

frárennslislögn, sem rofnaði og skolaði á land í briminu. Þá eyðilagðist brú á Hnausá í

Norðurdal Breiðdals, líklega í vatnsveðri 28. desember. Oddviti og verkefnastjóri funduðu

með fulltrúum Viðlagatryggingar og einnig með matsmönnum á þeirra vegum. Þá hefur

oddviti unnið skýrslu um tjónið og sent skýrslu ásamt myndum til viðbragðshóps

forsætisráðherra. Ljóst er að fáist tjón ekki bætt er um gríðarlegt áfall fyrir Breiðdalshrepp að

ræða. Mikil áhersla hefur verið lögð á að koma upplýsingum til viðkomandi aðila svo tjónið

fáist bætt.

2. Sjálfseignarstofnun. Sæberg 3 á Breiðdalsvík ses (fskj.2)

Oddviti og verkefnastjóri kynntu stöðu málsins, og þá kosti sem eru í boði varðandi það að

ljúka verkefninu. Oddvita og verkefnastjóra falið að ljúka málinu í samræmi við umræður á

2

fundinum.

3. Málefni Slökkviliðs Breiðdalshrepps (fskj.3)

Farið var yfir bréf Indriða Margeirssonar slökkviliðsstjóra dags. 18.12. 2015 þar sem hann

segir upp starfi slökkviliðsstjóra og starfslok verði 1.2. 2016. Ekki hefur tekist að koma á

fundi með Indriða en stefnt er að því eins fljótt og auðið er. Verkefnastjóra og oddvita falið

að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4. Endurnýjun á tölvubúnaði á skrifstofu Breiðdalshrepps

Verkefnisstjóri greindi frá því að Advania, sem sér um tölvumál fyrir Breiðdalshrepp hyggist

hætta að þjónusta eldri gerðir af stýrikerfum 1. mars nk. Tölvur Breiðdalshrepps eru allar

gamlar og með stýrikerfinu Windows XP og tölvurnar í raun úreltar. Sveitarstjórn samþykkir

að keyptar verði 5 nýjar borðtölvur og ein fartölva og að samið verði um uppsetningu

tölvanna við Advania. Tölvurnar verði keyptar á kaupleigu til þriggja ára.

5. Erindi frá Austurfrétt (fskj.4)

Sjónvarpsstöðin N 4 hefur komist að samkomulagi við austfirska fjölmiðlafyrirtækið

Austurfrétt um að halda áfram framleiðslu þáttarins sem áður hét Glettur og var í umsjón

Gísla Sigurgeirssonar, en hann hefur hætt störfum vegna aldurs. Við aðkomu Austurfréttar

fær þátturinn nýtt nafn, Að austan.

N 4 óskar eftir að Breiðdalshreppur styrki þáttagerð samkvæmt samningi sem lagður var

fram á fundinum um kr. 200.000. Um er að ræða alls 40 þætti á árinu 2016, hver þáttur

verður hálftími að lengd. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við N 4 skv. tillögum

sem koma fram í bréfi og samningi en óskar eftir að funda með forsvarsmönnum

Austurfréttar við fyrstu hentugleika.

6. Fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir 2016 (fskj.5)

Oddviti kynnti upplýsingar frá stjórn Austurbrúar um fjárhagsáætlun stofnunarinnar fyrir

2016. Fram kemur í formála að fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir 2016, sem formaður

stjórnar skrifar, að niðurstaða stjórnar sé sú að fjárhagsvandi Austurbrúar verði leystur með

því að þeim verkefnum sem ekki fylgir nægt fjárframlag verði hætt eða að umfang þeirra

skert nema til komi endurfjármögnun.

Þetta þýðir að umfang starfseminnar verður skorið niður og markmið Austurbrúar verður að

reksturinn skili 5% hagnaði. Þetta kallar á góða fjármögnun verkefna. Hagnaðurinn nái að

vinna niður neikvætt eigið fé á næstu 4-5 árum með þessum ráðstöfunum ásamt framlagi

sveitarfélaganna næstu 3 árin. Fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir 2016 tekur mið af þessum

áherslum.

7. Tilboð í heimasíðugerð fyrir heimasíðu Breiðdalshrepps (fskj.6)

Farið var yfir tilboð frá PES á Egilsstöðum um uppsetningu á nýjum vef fyrir Breiðdalshrepp.

Verkefnastjóra falið að kanna málið frekar og ganga frá samningi um nýja heimasíðu á þeim

grundvelli, sem lagður er fram í tilboðinu. Breiðdalshreppur fékk styrk úr verkefninu

Breiðdælingar móta framtíðina, til að setja upp nýja heimasíðu.

3

8. Erindi til Breiðdalshrepps

a) Bréf Samb. ísl. sveitarfél. Samræmd lóðaafmörkun 8.1.2016 (fskj.7)

b) Bréf frá jöfnunarsjóði 17.12.2015 (fskj.8)

c) Bréf frá RSK- skilaskylda upplýsinga vegna skattframtals 30.12.2015 (fskj.9)

d) Bréf frá IRR Rg_nr_1212_2015 reglugerð um bókhald,fjárhagsáætl. (fskj.10)

e) Bréf frá Tölvumiðlun 18.12. 2015 (fskj. 11)

f) Leiðarlýsingar á ensku og íslensku, Wapp (fskj.12)

g) Bréf frá Björgunarsveitinni Einingu un styrk vegna fasteignagjalda

Bréf undir liðum a) til e) lögð fram til kynnigar. Verkefnastjóra og oddvita falið að semja við

Einar Skúlason, umsjónarmann og stofnanda Wapp um að Breiðdalsvík fari þar inn með

leiðarlýsingu. er gert ráð fyrir kostnaði hjá Breiðdalshreppi vegna þessa verkefnis.

Varðandi g-lið samþykkir sveitarstjórn að veita Bsv. Einingu styrk sem nemur álögðum

fasteignagjöldum árin 2014 og 2015.

9. Önnur mál

a) Ljósleiðaravæðing sveita

Oddviti kynnti stöðu mála og mun hann sækja fund á Egilsstöðum nk. fimmtudag, þar sem

farið verður yfir framhaldið. Sveitarstjórn leggur áherslu á að reynt verði að koma hreyfingu

á mál sem fyrst, þannig að framkvæmdir við ljósleiðaravæðingu geti hafist ekki síðar en á

árinu 2017. Oddvita og verkefnisstjóra falið að fylgja málinu eftir. Einnig er æskilegt að kanna

hver verði kostnaður við að tengja ljósleiðara í öll hús á Breiðdalsvík.

b) Bréf og tölvupóstur frá Birki Frey Ólafssyni f.h. Hótels Bláfells (fskj. 13)

Oddviti kynnti póstinn og varð nokkur umræða um verslun í heimabyggð. Oddviti óskaði

eftir ákveðnum upplýsingum frá Birki og voru þær kynntar á fundinum. Vilji er til að beina

verslun til heimabyggðar eins og kostur er.

c) Breytingar á póstþjónustu

Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með skerta póstþjónustu í dreifbýli í

Breiðdalshreppi.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 20,10

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

_________________________ _________________________

Hákon Hansson Svandís Ingólfsdóttir

__________________________ __________________________

Helga Svanhvít Þrastardóttir Arnaldur Sigurðsson

__________________________ ________________________

4

Sif Hauksdóttir Helga Hrönn Melsteð