4. Fundur 2017

Fjórði fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2017 var haldinn mánudaginn 3. apríl 2017. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson og Elís Pétur Elísson. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri og Björn Hafþór Guðmundsson starfsmaður á skrifstofu Breiðdalshrepps sat fundinn undir tveimur fyrstu liðunum.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

Framhaldssamkomulag við IRR um fjárhagslegar aðgerðir

Oddviti kynnti drög að framhaldssamkomulagi milli Breiðdalshrepps og IRR, þar sem fyrri samningur um fjárhagslegar aðgerðir og fleira er framlengdur lítið breyttur um eitt ár. Björn Hafþór fór yfir samninginn og þau atriði sem hann byggir á. Höfuðáhersla verður lögð á samstarf við RHA um samfélagsgreiningu og verður Björn Hafþór fulltrúi Breiðdalshrepps í verkefninu og vinnu við það í samvinnu við sveitarstjórn og verkefnastjóra.

• Breiðdalshreppur-samfélagsgreining, samningur við RHA

Fyrir liggja drög að samningi við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri um samfélagsreiningu, sem verður undirritaður eftir að hann hefur hlotið samþykki sveitarstjórnar. Björn Hafþór fór ítarlega yfir samninginn og urðu talsverðar umræður á fundinum um efni hans. Að þeirri umræðu lokinni samþykkti sveitarstjórn samninginn samhljóða. Vinna við hann hefst nú þegar.

• Ljósleiðaratenging dreifbýlis í Breiðdal

Oddviti greindi frá stöðu mála. Borist hafa teikningar af lagningu strengsins á alla bæi í dreifbýli Breiðdals, sem óska eftir að tengjast ljósleiðaranum. Vegna hagstæðs gengis er reiknað með að kostnaður við efnisöflun, þ.e. ljósleiðarastrenginn og annan búnað sem þarf til verksins lækki nokkuð frá upphaflegri áætlun. Sveitarstjórn væntir þess að allir bæir nýti sér þetta framfaramál. Stefnt er að kynningarfundi á næstu dögum og dreifibréf verður sent á alla bæi í dreifbýli. Stefnt er að því að ljúka verkefninu á þessu ári.

• Erindi til sveitarstjórnar frá Búnaðarfélagi Breiðdæla

Stjórn Búnaðarfélags Breiðdæla sendi sveitarstjórn eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins: „Stjórn Búnaðarfélags Breiðdæla beinir því til sveitastjórnar Breiðdalshrepps að beita sér í því að ríkisjarðir, þar sem samningar eru að losna, séu leigðar til ábúðar“. Ályktunin er ódagsett.

Rétt er að taka fram að málið er ekki á forræði sveitarstjórnar. Sveitarstjórn beinir því til Ríkiseigna, sem hafa umsjón með jörðum í eigu ríkisins að ávalt verði metið hvort rétt sé að auglýsa ríkisjarðir til ábúðar þegar leigusamningar renna út, ef jarðirnar eru ekki í ábúð.

• Bréf til Breiðdalshrepps frá Orkustofnun

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps telur það ekki á verksviði samtaka sveitarfélaga að safna upplýsingum frá einstökum sveitarfélögum innan sinna vébanda og afla upplýsinga um virkjanakosti í einstökum sveitarfélögum. Sé vilji til slíks innan sveitarfélags er forræði málsins hjá því sveitarfélagi. Í Breiðdalshreppi liggja ekki fyrir hugmyndir um mögulega virkjunarkosti í samræmi við það sem fram kemur í bréfi Orkustofnunar.

• Strætisvagnar Austurlands 

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkir að taka þátt í stofnun, rekstri og umsýslu á einkahlutafélaginu SvAust ehf. Nauðsynlegt er þó að tryggja, að akstri til og frá Breiðdalsvík verði þannig háttað að hann nýtist íbúm sveitarfélagsins en ekki einungis þeim sem starfa hjá Alcoa eða öðrum fyrirtækjum á Reyðarfirði. Tryggja verður að Breiðdælingar geti nýtt ferðir til og frá Egilsstaðaflugvelli án óhæfilegs biðtíma á leiðinni. Þá gerir Breiðdalshreppur einnig athugasemd við akstur frá Höfn til Egilsstaða án viðkomu á Breiðdalsvík eins og varpað er fram í lið 10.1 í tillögum frá Viaplan.

• Ytra mat á Grunnskóla Breiðdalshrepps

Í skýrslunni er gerð grein fyrir ytra mati á Grunnskólanum í Breiðdalshreppi sem fór fram á haustönn 2016. Teknir voru fyrir þrír matsþættir stjórnun, nám og kennsla, innra mat.

Matið var framkvæmt af Hönnu Hjartardóttur og Oddnýju Eyjólfsdóttur og fór fram á vettvangi 26. og 27. september, 2016.

Áður hafði farið fram gagnaöflun og undirbúningur. Matið er hluti af samstarfs-verkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmála-ráðuneytis en framkvæmdin er á vegum Menntamálastofnunar. Matið er byggt á þeim skyldum ríkis og sveitarfélaga sem koma fram í 37. og 38. grein laga um grunnskóla frá 2008.

Í skýrslunni sem er skýrt fram sett er fjallað um einstaka þætti sem sýna styrkleika í skólastarfi en einnig hver tækifæri eru til úrbóta.

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur kynnt sér skýrslu um ytra mat og vill leggja sitt af mörkum til bregðast við niðurstöðum. Skólastjóri kynnti umbótaáætlun sem sveitarstjórn staðfestir.

Bréf til sveitarstjórnar

• Stefnumörkun Sambands ísl. svfélaga 2014–2018

• Skógrækt í skipulagsáætlunum

• Umsóknir um framlög til eflingar tónlistarnáms

liðir a) til c) lagðir fram til kynningar

• Tilnefningar vegna stjórnarkjörs hjá Austurbrú

• Önnur mál

• Oddviti lagði til að sveitarsrtrjórn styrki kirkjukór Heydala- og Stöðvarsókna með kr. 200.000 í þakklætisskyni fyrir framlag til menningarstarfs í Breiðdal.

• Sveitarstsjórn samþykkir að settur verði upp frisbí golfvöllur á Breiðdalsvík ef fjármagn fæst. Nánari staðfesting verður ákveðin í samráði milli Breiðdalshrepps og Ungmennafélagsins.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl.

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

_________________________           _________________________

Hákon Hansson                                          Gunnlaugur Stefánsson

__________________________      __________________________

Elís Pétur Elísson                                      Arnaldur Sigurðsson

__________________________       ________________________

Sif Hauksdóttir                                            Svandís Ingólfsdóttir