5. fundur 2017

Fimmti fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2017 var haldinn þriðjudaginn 25. apríl 2017. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson, Helga Hrönn Melsteð og Elís Pétur Elísson varamaður. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri og Björn Hafþór Guðmundsson starfsmaður á skrifstofu Breiðdalshrepps sat fundinn undir fyrsta liðunum.

Á fundinn kom Sigurjón Örn Arnarson löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og fór yfir ársreikning Breiðdalshrepps fyrir 2016, en að umræðu um ársreikning lokinni yfirgaf Sigurjón fundinn.

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:

Ársreikningur Breiðdalshrepps 2016 fyrri umræða.

Sigurjón Örn Arnarson löggiltur endurskoðandi frá KPMG mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir ársreikninginn og svaraði spurningum fundarmanna. Að umræðum loknum var ársreikningi vísað til síðari umræðu.

Drög að bréfi til Umhverfisráðherra vegna haf og strandsvæða 

Bréf sem Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar hefur skrifað og felur m.a. í sér áskorun til umhverfisráðherra vegna frumvarps til laga um skipulag haf- og strandsvæða, Þingskjal 539 sem nú liggur fyrir Alþingi.

Í bréfinu er óskað eftir tafarlausu samtali við ráðherra umhverfis- og auðlindaráðherra um málið og frumvarpið svo sjónarmiðum þeirra sveitarfélaga sem liggja að fjörðum verði komið beint á framfæri við ráðherra.

Farið var yfir bréfið á fundinum og eru fulltrúar í sveitarstjórn Breiðdalshrepps sammála því sjónarmiði að skipulagsskylda haf- og strandsvæða utan netlaga verði bundin í lög, ekki hvað síst með hliðsjón af vaxandi umsvifum á strandsvæðum, s.s. vegna fiskeldis og siglinga farþegaskipa.

Þá hafnar sveitarstjórn því ákvæði frumvarpsins sem leggur til að ráðherraskipuðum svæðisráðum verði falin ábyrgð á skipulagsgerð strandsvæða, í stað sveitarfélaganna sjálfra.

Sveitarfélögin verða að hafa forræði yfir strandsvæðum sínum, enda mikið í húfi fyrir þau að vel takist til í skipulagi mála á svæðum er varða beinlínis þeirra efnahags- og samfélagsmál.

Sveitarstjórn felur verkefnastjóra sveitarstjórnarmála að undirrita umrætt bréf f.h. Breiðdalshrepps.

Bréf frá RARIK vegna lagna í Selnesi 

Sveitarstjórn samþykkir framlögð gögn frá RARIK.

Norrænt Samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun frá UAR 

Lagt fram til kynningar. Verkefnastjóra falið að kanna málið frekar.

Bréf til sveitarstjórnar

a) Bréf vegna slóða 2017 - Breiðdalur frá FLH

b) Jöfnunarsjóður v. sérþarfa fatlaðra 2017

c) Bréf frá RSK Staðfesting útsvarsprósentu 

Liðir a) til c) lagðir fram til kynningar

d) Póstur frá e1 vegna rafbílastöðva 

Verkefnastjóra falið að kanna hvað í bréfinu felst.

e) Bréf frá Vodafone vegna uppb. ljósleiðarakerfis 

Samþykkt að fela Karli Hálfdánarsyni hjá Radíóveri að ræða við fulltrúa Vodafone vegna bréfsins.

f) Fundargerð stjórnar Samb. ísl. svfélaga nr 849 

Lögð fram til kynningar.

Önnur mál

1) Minnisblað til sveitarfélaga sem reka HAUST frá framkv.stj HAUST

Sveitarstjórn tekur heils hugar undir varnaðarorð Helgu Hreinsdóttur framkv.stjóra HAUST í minnisblaðinu og telur mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar á lögum um Umhverfisstofnun (UST) og væntanlegt frumvarp til breytinga á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir leiði ekki til þess að sveitarfélögin missi forræði yfir málaflokki sem hefur verið farsællega á þeirra verksviði um árabil. Þá er einnig afar mikilvægt að störf flytjist ekki af svæðinu eins og stefnt virðist að með þeim tillögum sem liggja fyrir.

2) Um afritun verndaðra verka - bréf frá Fjölís.

Málið var á dagskrá þriðja fundar sveitarstjórnar en ekki afgreitt. Verkefnastjóra er falið að ganga frá og undirrita samning við Fjölís f.h. Breiðdalshrepps.

3) Starfsemi hafnarinnar og skipting á rekstrarkostnaði.

Í gildi er samningur um kostnaðarskiptingu um löndunarþjónustu milli Breiðdalshrepps og Goðaborgar ehf. Verkefnastjóra er falið að ganga frá endurskoðun á samkomulagi við Goðaborg ehf um kostnaðarskiptingu í samræmi við umræður á fundinum. Elís Pétur Elísson vék af fundi undir þessum lið.

4) Fundur í verkefnisstjórn Breiðdælingar móta framtíðina

Oddviti greindi frá væntanlegum fundi í verkefnisstjórn sem haldinn verður á Breiðdalsvík 4. maí n.k. Þar verður m.a. úthlutað styrkjum frá Brothættum byggðum fyrir árið 2017. Alls bárust 16 umsóknir.

5) Starfsemi Ísfisks á Breiðdalsvík

Oddviti greindi frá samtali við Albert Svavarsson forstjóra Ísfisks í dag um atvinnuástandið á Breiðdalsvík á komandi mánuðum.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19,40

Fundargerð ritaði Hákon Hansson