6. fundur 2017

Sjötti fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2017 var haldinn mánudaginn 8. maí 2017. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.
Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson og Helga Hrönn Melsteð. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri

Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
Ársreikningur Breiðdalshrepps fyrir 2016 seinni umræða og afgreiðsla.
Á fundinum var ársreikningur Breiðdalshrepps fyrir árið 2016 ásamt fylgigögnum lagður fram til seinni umræðu.
Helstu niðurstöðutölur eru: (Til samanburðar eru niðurstöður ársreiknings 2015).
                                                                                                              

(Mkr.)                     

2016

2015

Rekstrartekjur A-hluti      

193.712

194.851

Rekstrargjöld A-hluti (án fjármagnsliða)

159.482

148.213

Rekstrarniðurstaða A-hluta

20.966

22.056

Tekjur A og B-hluta (samantekið)

218.025

219.483

Gjöld A og B-hluta (samant., án fjárm.liða)

173.223

161.748

Rekstrarniðurstaða A og B-hluta

22.403

30.687

Fjármagnsliðir A og B-hluta

-11.995

-16.408

Skuldir og skuldbindingar A-hluta

187.641

202.860

Skuldir og skuldbindingar A og B-hluta

307.454

329.778

Eigið fé A-hluta

7.406

- 17.228

Eigið fé A og B-hluta

-6.769

- 32.840

Skuldahlutf. (skuld/rekstrartekjur ) A & B hl.

141,0%

150 %

 

Að lokinni yfirferð á ársreikningi og meðfylgjandi gögnum var ársreikningur Breiðdalshrepps fyrir árið 2016 borinn upp, samþykktur samhljóða og áritaður af sveitarstjórn.

Áhersluatriði sveitarstjórnar Breiðdalshrepps til fjárlaganefndar
Fulltrúum landshlutasamtaka, þar með SSA, var boðið á fund fjárlaganefndar fimmtudaginn 27. apríl sl. Þar kom fram ósk um að fá lista hvers sveitarfélags um forgangsverkefni í fjármögnun. Lögð vara áhersla á að verða við þessari ósk hið fyrsta og veittur frestur til 2. maí. Oddviti fór yfir bréf sem hann tók saman vegna þessa erindis frá fjárlaganefnd Alþingis. Bréfið var sent til SSA sem safnaði gögnum allra sveitarfélaga saman og sendi til nefndarinnar.

Ljósleiðaraverkefnið
Oddviti greindi frá samtali sínu við Karl Hjálmarsson í dag. Sú kostnaðaráætlun sem nú er unnið eftir gerir ráð fyrir að tengja alla bæi sem þess óska. Sveitarstjórn samþykkir að allir sitji við sama borð og greiði 250 þús + VSK fyrir tengingu. Hægt er að bjóða bændum upp á ljósleiðaratengingu í fjárhús og fjós og er áætlaður aukakostnaður sem viðkomandi greiðir u.þ.b. 100 þúsund kr.
Íbúafundur
Oddviti lagði til að fyrri íbúafundur ársins 2017 færi fram þriðjudaginn 6. júní nk. kl. 20,00 í framhaldi af fundi í sveitarstjórn.

Fyrirspurn frá SSA vegna sameiginlegrar húsnæðisáætlunar
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkir að að taka þátt í gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland allt ef samstaða allra sveitarfélaga næst um að vinna að slíkri sameiginlegri áætlun. Fyrirvari er settur um að áætlaður kostnaður liggi fyrir áður en vinnan hefst.
Bréf til sveitarstjórnar
a) Umsögn Samb. ísl. sveitarfélaga um fjármálaáætlun 2017b) Arðgreiðsla frá Lánasjóði sveitarfélagac) Úthlutun styrkja frá Brothættum byggðum

Sveitarstjórn fagnar þeim árangri sem náðst hefur í verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina. Mörg áhugaverð verkefni eru nú komin á fulla ferð og önnur í startholunum. Styrkveitingar úr verkefninu undanfarin þrjú ár hafa stutt vel við uppbygginguna og ráðið úrslitum í nokkrum tilfellum um að verkefni hafa farið af stað.
Önnur mál
a) Samfélagsgreining unnin af RHA í samstarfi við Breiðdalshrepp
Verkefnið er nú að hefjast og von á forstöðumanni RHA, Hjalta Jóhannessyni til Breiðdalsvíkur í fyrramálið, til að fara yfir verkefnið, tímaáætlun, gögn og fleira.
b) Leikskólinn Ástún - inntaka ársgamalla barna.
Sveitarstjórn samþykkir að frá og með 1. september verði ársgömul börn tekin inn í leikskólann, sé þess óskað. Ljóst er að kostnaður vegna leikskóla eykst verulega við þessa ákvörðun, og taka þarf upp fjárhagsáætlun þegar viðbótarkostnaður liggur fyrir.
c) Hlutur Breiðdalshrepps í viðgerð á brimvarnargarði.
Oddviti kynnti nýjar upplýsingar frá Vegagerðinni þar sem skýrt er frá því að Breiðdalshreppur þurfi að greiða 10 % kostnaðar við endurbygginguna. Sveitarstjórn telur þetta ekki vera í samræmi við ákvörðun Ríkisstjórnar Íslands frá 15.4. 2016 Í fréttatilkynningu þann dag sagði að ríkisstjórnin kæmi til móts við ófyrirséð útgjöld sveitarfélaga vegna flóða og óveðurs 30. desember 2015.
Því hefur oddviti skrifað bréf til Vegagerðarinnar, þar sem lögð er áhersla á þá skoðun sveitarstjórnar Breiðdalshrepps, að Breiðdalshreppi beri ekki að greiða umrædd 10 % kostnaðar við verkið. Samþykkt að senda bréf til Vegagerðarinnar.
d) Hreinsunardagar
Sveitarstjórn skorar á alla íbúa sveitarfélagsins að bregðast við og snyrta næsta umhverfi sitt fyrir sumarið. Sérstaklega er þessu beint til atvinnurekenda, svo ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum í samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss.
Í haust verða veitt verðlaun fyrir góða umgengni við heimili og fyrirtæki, einnig fyrir snyrtimennsku á sveitabæ og svo fyrir bætta umgengni.
Sannarlega að einhverju að keppa fyrir íbúa í Breiðdalshreppi.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18,30

Fundargerð ritaði Hákon Hansson