9. Fundur 2017

Níundi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2017 var haldinn föstudaginn 13. október 2017. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Helga Hrönn Melsteð, Arnaldur Sigurðsson og Elís Pétur Elísson varamaður. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri. Björn Hafþór Guðmundsson, starfsmaður á skrifstofu Breiðdalshrepps sat fundinn undir lið 1.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:
1. Skýrsla Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) (fskj. 1)
Skýrsla Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri en hún var unnin í framhaldi af ákvörðum sveitarstjórnar á 4. fundi 2017, sem haldinn var 3. apríl. Skýrslan ber nafnið „Breiðdalshreppur - Samfélagsgreining og sameiningarkostir“.
Skýrslan var send til fulltrúa í sveitarstjórn sl. föstudag og höfðu fulltrúar því tækifæri til að kynna sér skýrsluna fyrir þennan fund. Ítarleg umræða fór fram á fundinum um innihald skýrslunnar. Björn Hafþór Guðmundsson starfsmaður á skrifstofu Breiðdalshrepps sat fundinn undir þessum lið, en hann var tengiliður Breiðdalshrepps við fulltrúa RHA og safnaði upplýsingum um ýmsa þætti sem farið er yfir í skýrslunni.
Oddviti greindi frá fundi sem fram fór sl. fimmtudag með þremur fulltrúum ráðuneytis sveitarstjórnarmála, en fyrir okkar hönd sátu þann fund oddviti, verkefnastjóri sveitarstjórnarmála og Björn Hafþór Guðmundsson.
Eftir ítarlega umræðu var samþykkt að boða til íbúafundar um skýrslu RHA fimmtudaginn 19. október kl. 19,30. Skýrslan verður sett inn á heimasíðu Breiðdalshrepps í lok fundar.

2. Viðauki við fjárhagsáætlun 2017 (fskj.2)
Í 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er fjallað um bindandi áhrif ákvörðunar um fjárhagsáætlun ársins. Um þetta segir í umræddri grein laganna: „Óheimilt er að víkja frá fjárhagsáætlun nema sveitarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Á þetta við um hvers kyns ákvarðanir, samninga eða aðrar fjárhagslegar ráðstafanir sem hafa í för með sér breytingar á tekjum, útgjöldum, skuldbindingum eða tilfærslur milli liða í fjárhagsáætlun í þegar samþykktri áætlun. Viðauki er ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt“.
Í samræmi við þetta er lagður fram viðauki við þá fjárhagsáætlun fyrir 2017, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 5. desember 2016.
Viðaukinn er í fylgiskjali með fundargerðinni og er jafnframt varðveittur í skjala-safni Breiðdalshrepps.
Áhrif: Fjárfestingaráætlun 2016 hækkar um 4.000.000 og kemur til lækkunar á handbæru fé.
Heildaráhrif viðauka:
Samþykkt viðauka hefur í för með sér nettó hækkun fjárheimilda til fjárfestinga að fjárhæð kr. sem mætt verður með nýtingu á því handbæra fé sem sveitarfélagið hefur til umráða. Breytingar afskrifta, verðbóta og annarra afleiddra liða sem tengjast ofangreindum breytingum færast á afkomu ársins. Viðauki við fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir árið 2016 er gerður í samræmi við 2. mgr., 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Í yfirlitum sem lögð voru fyrir fundinn er sýnt hvaða áhrif viðaukinn hefur á upphaflega samþykkta fjárhagsáætlun 2016.
Að umræðu lokinni fór fram atkvæðagreiðsla um viðauka við fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir 2017 og var viðaukinn samþykktur samhljóða.

3. Fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps, 8 mánaða milliuppgjör
Í samræmi við ákvörðun á síðasta fundi sveitarstjórnar hefur verið unnið milliuppgjör fyrir Breiðdalshrepp og er staðan miðuð við lok ágústmánaðar.

4. Lagning ljósleiðara í Breiðdal, framkvæmdaleyfi. (fskj.3)

Samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal afla framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar vegna meiri háttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess. Á næstu dögum hefst lagning ljósleiðara í Breiðdalshreppi.
Verkefnið er á vegum Breiðdalshrepps sem ráðið hefur verktaka til að sjá um lagningu og tengingu ljósleiðara í Breiðdal. Nauðsynleg gögn, m.a. uppdrættir af staðsetningu ljósleiðarans liggja fyrir. Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðarans. Enda liggi fyrir samþykki Minjastofnunar vegna lagningar strengs, en erindi þar um hefur verið sent Minjastofnun.

5. Aðalskipulag fyrir Breiðdalshrepp 2016 til 2036
Vinna við greinargerð með nýju aðalskipulagi Breiðdalshrepps er nú í lokavinnslu. Stefnt er að íbúafundi á Breiðdalsvík á næstu vikum og í framhaldi af þeim fundi verður nýtt aðalskipulag sent í auglýsingaferli.

6. RARIK – umsókn um aðveitustöð á Breiðdalsvík
Rarik hefur ítrekað ósk sína um leyfi til að reisa aðveitustöð innan girðingar á Breiðdalsvík. Samþykkt að RARIK fái þá lóð sem sótt var um undir aðveitustöð.

7. Bréf til sveitarstjórnar
a) Styrkbeiðni frá ÚÍA (fskj.4)
Samþykkt að veita umbeðinn styrk fyrir árið 2018
b) Forkaupsréttur að Selnesi SU ekki nýttur (fskj. 5)
c) Velferðarvaktin. kostnaðarþátttaka (fskj.6)
d) Bréf ANR vegna almenns byggðakvóta (fskj.7)
Sótt hefur verið um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018
e) Niðurfelling og endurgreiðsla styrks frá Frakv.sj. ferðamannast (fskj.8)
f) Samb. ísl. sveitarfélaga: Rekstrarkostnaður grunnskóla 2016 (fskj.9)
g) Skýrsla: Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga (fskj.10)

Liðir b og c og e til g lagðir fram til kynningar.

8. Önnur mál
• Starfsmannamál – rætt um ráðningu verkstjóra í áhaldahúsi.
• Frisbígolfvöllur (fskj.11)
Samþykkt að veita umbeðið leyfi fyrir frisbígolfvelli á svæðum 1 og/eða 2. Tryggja þarf að ekki skapist slysahætta á göngustígum þegar frisbígolf er leikið.
• Aðalfundur HAUST Samþykkt að fara þess á leit við fulltrúa Djúpavogs að hann fari með atkvæði Breiðdalshrepps á aðalfundi HAUST sem fram fer á Vopnafirði 1. nóvember nk.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19,35
Fundargerð ritaði Hákon Hansson


______________________                             ________________________
Hákon Hansson                                                   Gunnlaugur Stefánsson


_____________________                                 ______________________
Arnaldur Sigurðsson                                                 Helga Hrönn Melsteð


_________________                                            __________________
Svandís Ingólfsdóttir                                                   Elís Pétur Elísson


__________________
Sif Hauksdóttir