11. Fundur 2017

Ellefti fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2017 var haldinn mánudaginn 27. nóvember 2017. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.

Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Helga Hrönn Melsteð, Arnaldur Sigurðsson og Elís Pétur Elísson varamaður. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir 2018, fyrri umræða
Ítarleg umræða fór fram um fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir árið 2018, en drög voru lögð fram á fundinum. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er gert ráð fyrir að rekstarniðurstaða verði jákvæð. Að umræðu lokinni var fjárhagsáætlun vísað til seinni umræðu.

2. Ákvörðun um útsvarsprósentu 2018
Heimild til hámarksútsvars er 14,52%. Samþykkt samhljóða að nýta hámarksheimild vegna ársins 2018.

3. Tillögur að gjaldskrám Breiðdalshrepps fyrir 2018 fyrri umræða.
Á fundinum var farið yfir fyrirliggnandi drög að gjaldskrám ársins 2018. Að umræðu lokinni var ákvörðun vísað til seinni umæðu.

4. Eignabreytingar og framkvæmdir fyrir árið 2018
Vísað til seinni umræðu.

5. Fundargerð 2. fundar samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfél 
Fulltrúar í samstarfsnefnd greindu frá umræðum á 1. fundi og einnig var sagt frá 2. fundi sem fór fram fyrr í dag.Eins og fram kemur í tilvitnuðu fylgiskjali eru fulltrúar Breiðdalshrepps í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps Svandís Ingólfsdóttir, Sif Hauksdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Hákon Hansson. Tillaga um ofangreinda fulltrúa sem kynnt var á 10. fundi er staðfest samhljóða á fundinum.

6. Umsókn um byggðakvóta 2017-2018 (fskj.2)
Oddviti greindi frá umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2017/2018.
Niðurstðaa ANR er að kvótinn verði óbreyttur frá fyrra ári, þ.e. 90 tonn.

7. Erindi frá Birni Björgvinssyni 
Sveitarstjórn hefur tvisvar fundað með Birni Björgvinssyni að hans ósk. Vísað er til bókunar frá 3. fundi sveitarstjórnar 2017 sem haldinn var 6. mars. Eftir ítarlegar viðræður var í annað skipti lagt fram tilboð af hálfu sveitarstjórnar og veittur frestur til 1. apríl 2017 til að svara tilboðinu.
Ekkert svar barst og lítur sveitarstjórn á að málinu sé lokið. Beiðni um fund er því hafnað. Bent er á að Gamla kaupfélagið ehf, er eigandi hússins og ber ábyrgð á öllum framkvæmdum og skuldbindingum varðandi húsið.

8. Bréf og erindi til sveitarstjórnar
a) Ársreikningur Borkjarnasafn á Breiðdalsvík ehf 2016 
b) Styrkvegir 2017 
c) Samningur um vatnsréttindi Gilsá 
Sveitarstjórn felur verkefnastjóra að undirrita óbreyttan samning við nýja eigendur Gilsár.
d) Vinnueftirlit- bréf vegna áhaldahúss  
Málið er þegar afgreitt.
e) Framlag vegna skólaaksturs
f) Samningur v. ljósleiðaravæðingar 
g) Ágóðahlutdeild Brunabót 2017 
h) Leiðrétt fasteignamat 2018 
i) Samningur um afritun 
Verkefnastjóra falið að undirrita samninginn.
j) Árgjöld_svf_SSA_2018 
k) Umhverfisstofnun sundurliðun gagna
l) Stígamót, fjárbeiðni 
Erindinu frestað til seinni umræðu fjárhagsáætlunar.
Önnur erindi lögð fram til kynningar.
9. Önnur mál
a) Starfsmannamál
Samþykkt að auglýsa starf verkstjóra í áhaldahúsi.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19,15
Fundargerð ritaði Hákon Hansson


______________________                                                      ______________________
Hákon Hansson                                                                        Gunnlaugur Stefánsson


____________________                                                            _____________________
Svandís Infgólfsdóttir                                                                  Helga Hrönn Melsteð


____________________                                                            _____________________
Arnaldur Sigurðsson                                                                   Elís Pétur Elísson


______________________
Sif Hauksdóttir