12. Fundur 2017

Tólfti fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2017 var haldinn þriðjudaginn 12. desember 2017. Hann hófst kl. 17:30 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.
Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Helga Hrönn Melsteð, Arnaldur Sigurðsson. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir 2018, seinni umræða
Verkefnastjóri fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun frá fyrri umræðu. Á árinu 2018 verður áfram gætt aðhalds í allri starfsemi sveitarfélagsins eins og frekast er kostur.
Sveitarstjórn er sammála um að góður árangur hafi náðst í endurskipulagningu fjármála Breiðdalshrepps undanfarin 3 ár. Ljóst er að skuldahlutfall fer lækkandi og næst niður í 140 % um komandi áramót.
Að lokinni ítarlegri umræðu var fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun áranna 2019 til 2021 samþykkt samhljóða.
Samkvæmt áætlun verða heildartekjur A- og B- hluta samtals 240.832 þús. kr. og heildargjöld A- og B- hluta án fjármagnsliða 41.087 þús. kr. Rekstrarniðurstaða ársins er áætluð jákvæð um 24.685 þús. kr.
Helstu niðurstöðutölur fyrir 2018 eru (þús. kr.):

* Skatttekjur A-hluta ............................................ 105.400
* Fjármagnsgjöld aðalsjóðs................................... (9.797)
* Rekstrarniðurstaða aðalsjóðs, ........................... 21.125
* Rekstrarniðurstaða A-hluta, ............................. 21.125
* Samantekinn rekstur A- og B- hluti ................... 24.685
* Fjármagnsliðir samtals A og B hluti (nettó) ....... (16.402)
* Afskriftir A og B hluti ......................................... 10.428
* Eignir ................................................................. 339.878
* Langtímaskuldir og skuldbindingar..................... 261.040
* Skammtímaskuldir og næsta árs afborganir....... 39.946
* Skuldir og skuldbindingar samtals..................... 310.608
* Eigið fé í árslok 2016 ......................................... 29,270
* Veltufé frá rekstri A og B áætlað ....................... 44.815
* Fjárfestingar varanl. rekstrarfjárm. .................. 3.240

2. Gjaldskrár Breiðdalshrepps fyrir 2018 seinni umræða og afgreiðsla
Flestar gjaldsskrár hækka um 2 % milli ára frá 1. janúar 2018.
Lagðar voru fram til síðari umræðu gjaldskrár Breiðdalshrepps fyrir árið 2018. Að lokinni umræðu var álagning opinberra gjalda Breiðdalshrepps fyrir árið 2018 samþykkt samhljóða.

Álagningarstofnar og útsvar er óbreytt frá fyrra ári :
Fasteignaskattur íbúðarh. A 0,625 %
Fasteignaskattur opinberar byggingar B 1,320 %
Fasteignaskattur atvinnuh. C 1,650 %
Holræsagjald íbúðarhús 0,30 %
Holræsagjald atvinnuh. 0,30 %
Lóðarleiga 2,00 %
Vatnsskattur íbúðarhús 0,35 %
Vatnsskattur atvinnuhúsnæðis 0,35 %
Gjaldskrárákvarðanir í heild liggja fyrir í skjali, sem lagt var fram á fundinum og staðfest með undirskriftum og verða birtar á heimasíðu Breiðdalshrepps.

3. Framkvæmdir fyrir árið 2018
Samkvæmt fjárhagsáætlun verður 6,5 milljónum varið til fjárfestinga. Auk þessa fellur til tímabundinn kostnaður vegna lagningar ljósleiðara.
4. Fundargerð 3. fundar samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfél.  
Samþykkt að fundargerðir samstarfsnefndar um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar verði birtar á heimasíðu Breiðdalshrepps eftir að þær hafa verið staðfestar í samstarfsnefndinni.
5. Erindi frá Birni Björgvinssyni 
Vísað er til afgreiðslu sveitarstjórnar á 11. fundi. Beiðni um fund er hafnað. Minnt er á að Björn tilnefndi fulltrúa sinn til að eiga samskipti við sveitarstjórn. Í mars og apríl 2016 voru fulltrúa Björns send tilboð frá sveitarstjórn og á fundi með Birni þann 6.3. 2017 var tilboð ítrekað. Þar sem því var ekki svarað féll það úr gildi 1.4. 2017 eins og fram kom í bókun á 11. fundi.

6. Bréf og erindi til sveitarstjórnar
a) Héraðsskjalasafn Aðalfundur 2017 – Fundargerð 
b) Hafnasamband Íslands fundargerð_399 
c) Verkefnalýsing svæðisskipulags Austurlands 
d) Fundargerð aðalfundar Skólaskrifstofu des. 2017 
skjöl a til d lögð fram til kynningar
e) Strætisvagnar Austurlands 
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í starfsemi Strætisvagna Austurlands. Grunnframlag og framlag v. umfangs þjónustu myndar það framlag sem hvert sveitarfélag greiðir til SVAUST. Sveitarstjórn samþykkir greiðslu til eins árs, enda taki önnur sveitarfélög á Austurlandi þátt í verkefninu.
f) The Snorri program umsókn um styrk 
Sveitarstjórn samþykkir að leggja verkefninu lið með 20.000 kr framlagi.

7. Önnur mál
a) Gjöf til Grunnskólans
Grunnskólanum barst nýlega gjöf frá einstaklingi sem óskar að nafns síns verði ekki getið. Um er að ræða 2 Lenovo fartölvur. Sveitarstjórn færir gefanda kærar þakkir fyrir stuðninginn og hlýhug í garð skólans.

b) Erindi frá eigendum verslunarinnar Kaupfjelagsins.
Á fundinum var lagður fram tölvupóstur dagsettur 11.12. frá Helgu Rakel Arnarsdóttur f.h. Goðaborgar ehf.
Sveitarstjórn hvetur til viðskipta í heimabyggð eftir því sem kostur er. Sveitarstjórn getur ekki haft önnur afskipti af innkaupum, en að beina almennum tilmælum til starfsmanna sinna.

c) Atvinnumál á Breiðdalsvík.
Sveitarstjórn ræddi stöðu varðandi vinnslu á byggðakvóta á Breiðdalsvík.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 19,30

Fundargerð ritaði Hákon Hansson


______________________                                                                 ______________________
Hákon Hansson                                                                                     Gunnlaugur Stefánsson


____________________                                                                      _____________________
Svandís Ingólfsdóttir                                                                              Helga Hrönn Melsteð


___________________                                                                          _____________________
Arnaldur Sigurðsson                                                                               Sif Hauksdóttir