2. Fundur 2018

Annar fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2018 var haldinn mánudaginn 15. janúar 2018. Hann hófst kl. 20:00 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.
Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Helga Hrönn Melsteð, Arnaldur Sigurðsson og Elís Pétur Elíssson. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Gunnlaugur Stefánsson boðaði forföll.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Málefnasamkomulag samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga 
Sameining sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar.
Síðari umræða.
Samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga er álit samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar tekið til síðari umræðu í sveitarstjórn. Álitið kemur fram í eftirtöldum gögnum:
1. Skilabréfi og greinargerð um störf nefndarinnar dags. 8. jan. 2018.
2. Fundargerðum samstarfsnefndarinnar, 6 talsins.
3. Málefnasamningi, frágenginn 8. jan. 2018
4. Kynningarefni (verður gert opinbert að lokinni seinni umræðu í báðum sveitarfélögum).
5. Tillögu um útlit og texta kjörseðla.
6. Tillögu um opinbera auglýsingu í Lögbirtingarblaði o. fl. miðlum um atkvæðagreiðsluna.
Eftirfarandi er bókun sveitarstjórnar um málið:
Með vísan til 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga hafa farið fram tvær umræður í sveitarstjórn án atkvæðagreiðslu, um álit samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar. Samkvæmt 3. mgr. 119. gr. skal fara fram atkvæðagreiðsla um tillögu að sameiningu meðal íbúa sveitarfélaganna og er samþykkt að hún fari fram laugardaginn 24. mars 2018. Sveitarstjórn hvetur íbúa til þátttöku í kosningunni.
Sveitarstjórn samþykkir að samstarfsnefnd um sameiningu starfi áfram og annist kynningu meðal íbúa á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna og helstu forsendum hennar.
Kynning á tillögunni skal fara fram með minnst tveggja mánaða fyrirvara fyrir atkvæðagreiðslu, samkvæmt 4. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga.
Tillaga um sameiningu sveitarfélaganna skal auglýst opinberlega í Lögbirtingablaði og í fjölmiðlum innan sömu tímamarka.
Sveitarstjórn samþykkir að fyrirliggjandi tillaga um kjörseðil vegna atkvæðagreiðslunnar verði send ráðuneyti til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.

2. Erindi frá Brú lífeyrissjóði vegna lífeyrisskuldbindinga dags. 3.1.2018
Til umfjöllunar er samkomulag um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands, annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga, hins vegar, afgreiddu ofangreindan samning þann 19. september 2016.
Í erindi Brúar lífeyrissjóðs til Breiðdalshrepps hafa framlög Breiðdalshrepps til Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga um framlög Breiðdalshrepps til A-deildar Brúar vegna áðurnefnds samkomulags verið reiknuð út.
Markmið þess samkomulags er að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Samhliða þessu samkomulagi gerðu fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19. september 2016. Skv. 8. gr. samningsins var samningurinn gerður með fyrirvara um að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum við samþykkt viðkomandi sveitarstjórna á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar.
Lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins byggðu að meginstefnu til á fyrrgreindu samkomulagi aðila.
Framlagt samkomulag felur í sér að Breiðdalshreppur skuldbindur sig að greiða kr. 717.724 framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar, kr. 4.110.940 framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 442.267 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar. Samtals eru þetta framlög að upphæð kr. 5.270.931
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkir samhljóða framlagt samkomulag við Lífeyrissjóðinn Brú og að greiða Lífeyrissjóðnum Brú kr. 5.270.931 sem fullnaðaruppgjör vegna kröfu lífeyrissjóðsins fyrir eindaga, sem er 31.1. 2018.
Ekki kemur til lántöku vegna þessarar greiðslu heldur verður umrædd upphæð greidd úr sjóði og kemur til lækkunar á tekjuafgangi Breiðdalshrepps árin 2017 og 2018.
Verkefnastjóra sveitarstjórnarmála er falið að greiða umrædda upphæð fyrir eindaga og kanna hjá endurskoðendum Breiðdalshrepps, KPMG, hvort nauðsynlegt sé að vinna viðauka við fjárhagsáætlun. Sé nauðsynlegt að vinna viðauka við fjárhagsáætlun verði það unnið i samræmi við sveitarstjórnarlög og fjármálareglur sveitarfélaga.

3. Bréf og erindi til sveitarstjórnar
a) Fundarbeiðni, erindi frá Birni Björgvinssyni 
Vísað er til afgreiðslu sveitarstjórnar á fundi 12. desember 2017.
Afstaða sveitarstjórnar er óbreytt.
b) Ný persónuverndarlög - Persónuvernd skref fyrir skref 
Lagt fram til kynningar.
4. Önnur mál
Engin
Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 20,35
Fundargerð ritaði Hákon Hansson

______________________                                                       ______________________
Hákon Hansson                                                                          Svandís Ingólfsdóttir


____________________                                                             _____________________
Helga Hrönn Melsteð                                                                  Arnaldur Sigurðsson


___________________                                                               _____________________
Sif Hauksdóttir                                                                              Elís Pétur Elísson