3. Fundur 2018

Þriðji fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2018 var haldinn föstudaginn 9. febrúar 2018. Hann hófst kl. 17:00 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.
Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsso, Helga Hrönn Melsteð, Arnaldur Sigurðsson. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Drög að aðalskipulagi fyrir Breiðdalshrepp-greinargerð og skipulagsuppdráttur 
Oddviti lagði fram drög að endurskoðaðri greinargerð og skipulagsuppdrætti vegna Aðalskipulags Breiðdalshrepps fyrir tímabilið 2018 til 2030. Einnig var farið yfir fundargerð skipulagsnefndar frá því í gær, 8.2. þar sem m.a. var fjallað um aðalskipulagstillöguna og kynningu hennar visað til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita í umboði sveitarstjórnar að fylgja eftir nokkrum leiðréttingum á fyrirliggjandi drögum að aðalskipulagi í samvinnu við skipulagsfulltrúa og skipulagráðgjafa, þannig að tillagan verði tilbúin til kynningar og auglýsingar.
Sveitarstjórn samþykkir að kynna nýja skipulagstillögu almenningi og hagsmunaaðilum. Gögnin send umsagnaraðilum, aðliggjandi sveitarfélögum og svæðisskipulagsnefnd. Jafnframt verður boðaður almennur kynningarfundur á Breiðdalsvík.
2. Kynningarfundir samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga 
Oddviti greindi frá 8. fundi samstarfsnefndar sem fram fór í Breiðdalssetri í gær. Fulltrúar Breiðdalshrepps á fundinum auk hans voru Svandís og Sif.
Sagt var frá umræðum sem fram fóru á fundinum og einnig farið yfir skipulagningu 7 kynningarfunda á næstu tveimur vikum. Kyningarfundurinn á Breiðdalsvík fer fram miðvikudaginn 14. febrúar kl 20,00
3. Umsókn Vegagerðarinnar vegna efnistöku við Krókalæk 
Vegagerðin áformar að styrkja Norðurdalsveg (962-01) í Breiðdal um Árnastaðamýrar á um 1,2 km kafla. Umsókn barst um framkæmdaleyfi vegna efnistökunnar en áætlað er að taka um 2.000 m3 af malarefni á um tæplega 3.000 m2 svæði við Krókalæk. Efni verður tekið úr námunni í beinu framhaldi af fyrri efnistöku. Skipulagsnefnd hefur samþykkt að mæla með því við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. Öll nauðsynleg gögn liggja fyrir, m.a. meðmæli Skipulagsstofnunar samkvæmt 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga og leyfi frá umsjónarmanni landsins.
Sveitarstjórn telur ekki nauðsynlegt að setja efnistöku úr námu við Krókalæk í umhverfismat skv. viðauka 1 , lið 2.04 um mat á umhverfisáhrifum enda efnistakan í samræmi við það sem fram kemur í nýrri aðalskipulagstillögu Breiðdalshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku við Krókalæk.
4. Fundargerð skipulagsnefndar frá 8.2. 2018 
Fundargerðin lögð fram á fundinum. Formaður skipulagsnefndar greindi frá afgreiðslum og umræðum á fundi skipulagsnefndar.
5. Erindi til sveitarstjórnar
a) Beiðni um fund Bj.B. 
Vísað er til afgreiðslu sveitarstjórnar 15. janúar sl.
Beiðni um fund er hafnað.
b) Strætisvagnar Austurlands StAust 
c) Austurbrú - birtingaráætlun_2018 
Sveitarstjórn samþykkir að standa við skuldbindingu sína skv. fyrirliggjandi áætlun.
d) Viljayfirlýsing,aðgerðir gegn einelti kynferðislegri áreitni..
e) Fundargerð_400_hafnasamband 
f) Fundargerð 5. stjórnarfundur SSA 22. jan 2018 
g) Drög að frv. um br. á ákvæðum um fiskeldi 
h) Uppsagnarbréf AIH 
i) Björgunarsveitin Eining bréf dags 24. Jan 2002.
Verkefnastjóra falið að ganga frá þinglýsingu á umræddu skjali.
Liðir b) til h) lagðir fram til kynningar.

6. Önnur mál
a) Heimsókn fulltrúa HSA
Forsvarsmenn HSA þeir Guðjón Hauksson forstjóri HSA, Pétur Heimisson yfirlæknir og Emil Sigurjónsson rekstrarstjóri óskuðu eftir fundi með oddvita, sá fundur fór fram sl. þriðjudag. Tilgangurinn var að kynna áform um breytingar á viðveru læknis á Breiðdalsvík.
Í morgun barst póstur frá Guðjóni: Að vandlega athuguðu máli mun HSA fresta fyrirhuguðum breytingum á starfsemi heilsugæslusela bæði á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði um óákveðinn tíma.
b) Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram 300 þús kr til að styrkja lokauppgjör vegna Breiðdalsdagsins 2017.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18,55
Fundargerð ritaði Hákon Hansson


______________________                 ______________________
Hákon Hansson                                    Svandís Ingólfsdóttir


____________________                    _____________________
Gunnlaugur Stefánsson                      Arnaldur Sigurðsson


___________________                   _____________________
Sif Hauksdóttir                                   Helga Hrönn Melsteð


_____________________
Elís Pétur Elísson