4. Fundur 2018

Fjórði fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2018 var haldinn föstudaginn 9. mars 2018. Hann hófst kl. 18:30 og fór fram í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskóla Breiðdalshrepps.
Mætt voru: Hákon Hansson, Svandís Ingólfsdóttir, Gunnlaugur Stefánsso, Arnaldur Sigurðsson og Elís Pétur Elíssson. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:
1. Fundargerð skipulagsnefndar frá 9.3. 2018
Fundargerð frá fundi skipulagsnefndar fyrr í dag lögð fram til kynningar og staðfestingar.
2. Aðalskipulag fyrir Breiðdalshrepp 2018 – 2030 -greinargerð og skipulagsuppdráttur - Afgreiðsla sveitarstjórnar.
Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018 til 2030 var lagt fram og auglýst í for-kynningu og rann umsagnafrestur út 8. mars. Umsagnir bárust frá flestum umsagnaraðilum
Umsagnirnar voru teknar til afgreiðslu í skipulagsnefnd og afgreiddar til sveitarstjórnar. Fallist er á þær athugasemdir umsagnaraðila sem borist hafa og er skipulagsfulltrúa að færa þær inn í drög að greinaragerð um skipulagið.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
Lögð var fram tillaga að Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018-2030, dagsett 9. mars 2018. Umsagnir um tillöguna bárust frá 7 aðilum og var tekið mið af þeim við lokafrágang. Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og síðan auglýst í samræmi við 31. gr. laganna.
Samþykkt samhljóða.
3. Tillaga að deiliskipulagi fyrir lóð RARIK á Breiðdalsvík
RARIK hefur lagt fram nýja skipulagslýsingu fyrir aðveitustöð við Breiðdalsvík og samþykkir sveitarstjórn að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið verði auglýst.
4. Svæðisskipulag Austurlands -verkefnalýsing 
Verkefnastjóri og oddviti kynntu verkefnalýsingu nýs svæðisskipulags fyrir Austurland sem nú liggur fyrir. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og samþykkir að vinnu við svæðisskipulag verði haldið áfram, enda liggi fyrir að öll sveitarfélög í verkefninu taki áfram þátt.
5. Héraðsskjalasafn vegna Brúar 
Sveitarstjórn samþykkir að greiða hlut Breiðdalshrepps kr. 16.541 vegna lífeyrisskuldbindingar Héraðsskjalasafns í Brú Lífeyrissjóði.
6. Bréf vegna kaupa á landi við Staðarborg 
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur engin áform um að kaupa land við Staðarborg í Breiðdal sem Breiðdalshreppur tók á leigu á sínum tíma til 75 ára og áframleigði í 30 ár með samningi sem þinglýst var árið 1993. Sveitarstjórn mun falla frá umræddum leigusamningi við Arnór Stefánsson kt. 240768-4969 án nokkura kvaða, ef samningar nást milli Arnórs og eigendur umrædds lands.
Gunnlaugur Stefánsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
7. Beiðni um styrk 
Sveitarstjórn hefur borist beiðni um styrk frá Daníel Arasyni kórstjóra og organista f.h. kirkjukórs Heydala og Stöðvarsókna en kórinn hyggst ásamt fleirum flytja verkið A little Jazz Mass eftir Bob Chilcott nú í vor.
Um leið og sveitarstjórn þakkar kór og organista ómetanlegt framlag sitt til menningar á svæðinu er veittur styrkur að upphæð 100.000 kr til verkefnisins. Upphæðin tekin af lið 0589.
8. Erindi til sveitarstjórnar
a) Beiðni um fund Bj.B. 
Vísað er til fyrri afgreiðslna sveitarstjórnar á málinu.
b) Beiðnir um breytingar á skráningu lands og byggingar 
Sveitarstjórn felur byggingarfulltrúa að kanna hvort hægt sé að breyta umræddum þáttum og sjá um að þeim verði breytt ef slíkt er leyfilegt.
c) Bréf til sveitastjórna frá ANR vegna þriggja fasa rafmagns
Verkefnastjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
d) Frá Þjóðskrá Breytingar á gerð kjörskrárstofns – sveitarfélög 
e) Styrktarsjóður EBÍ auglýstir styrkir 
f) Frá Fiskistofu um byggðakvóta fiskveiðiárið 2017/2018 
g) Uppgj. sv.fél. við Brú v. laga bréf frá SRN 
h) Bréf frá kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga 16.2. 
Liðir d) til h) lagðir fram til kynningar.
10. Kjörskrá fyrir Breiðdalshrepp
Lögð fram kjörskrá vegna kosningar um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar 24. mars nk. Sveitarstjórn samþykkir kjörskráa.
Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 20,00
Fundargerð ritaði Hákon Hansson


______________________                                                            ______________________
Hákon Hansson                                                                                Svandís Ingólfsdóttir


____________________                                                               _____________________
Gunnlaugur Stefánsson                                                                  Arnaldur Sigurðsson


___________________                                                                _____________________
Sif Hauksdóttir                                                                               Elís Pétur Elísson