Skipulagsnefnd 9. mars. 2018

Fundur var haldinn í skipulagsnefnd Breiðdalshrepps föstudaginn 9. mars 2018 kl. 17,00 í fundaherbergi Breiðdalshrepps í grunnskólanum.
Mætt voru Hákon Hansson, Selma Jóhannesdóttir, Halldór Jónsson og Maria Jane Duff. Einnig sátu fundinn Elis B. Eiríksson byggingarfulltrúi sem var í símasambandi frá Egilsstöðum og Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Varamaður Ingólfs er staddur á Tenerife.
Formaður skipulagsnefndar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:
1. Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018 til 2030
Unnið er að lokafrágangi aðalskipulags Breiðdalshrepps. Í framhaldi af almennum kynningarfundi á Breiðdalsvík 1. mars er næsti liður í ferlinu að ganga frá skipulagstillögu með hliðsjón af ábendingum umsagnaraðila og almennings og umræðum á kynningarfundi.
Lögð var fram tillaga að Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018-2030, dagsett 9.
mars 2018.
Umsagnir um tillöguna bárust frá eftirtöldum aðilum:
1. Heilbrigðiseftirlit Austurlands
2. Landsnet
3. RARIK
4. Veðurstofu Íslands
5. Vegagerðinni
6. Fjarðabyggð
Minjastofnun óskaði eftir lengri fresti til umsagnar.
Einnig var farið yfir fundargerð frá íbúafundi vegna forkynningar sem fram fór 1. mars sl.
Tekið var mið af umsögnum við lokafrágang og afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skrifstofa Breiðdalshrepps, Selnesi 25, 760 - Breiðdalsvík Sími 470-5560
Farið var yfir umsagnir á fundinum og eftirfarandi bókun frá formanni skipulagsnefndar samþykkt samhljóða:
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna eins og hún hljóðar eftir breytingar í samræmi við umsagnir og staðfestir að tillagan verði send til sveitarstjórnar til yfirferðar og síðar að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Deiliskipulag fyrir aðveitustöð RARIK
Forkynningarferli er að ljúka en RARIK hefur þegar brugðist við ábendingum sem borist hafa í forkynningu og var breytt deiliskipulagstillaga lögð fyrir fundinn til samþykkis.
Farið yfir fyrirliggjandi gögn og umræðu á íbúafundi 1.3.2018.
Tillögu að deiliskipulagi vísað til sveitarstjórnar til samþykktar fyrir auglýsingu skv. 41.gr. skipulagslaga þar sem gefinn verði 6 vikna frestur til þess að skila inn athugasemdum.
3. Sólvellir 25
a) neðri hæð
Öll tilskilin gögn hafa borist og samþykktir umsagnaraðila. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við þau gögn sem borist hafa og kalla eftir séruppdráttum.
b) Pallar úti og á milli Sólvalla 25 og 23a
Teikningar hafa borist af palli á suðurhlið Sólvalla 25 og palla og stiga milli Sólvalla 25 og Sólvalla 23a. Skipulagsnefnd telur nauðsynlegt að teikna upp heildarsamhengið við bæði húsin þannig að heildarmynd svæðisins liggi fyrir og hvernig umræddar breytingar líta út í tengslum við skipulagningu á torgi á svæðinu, sem er í undirbúningi. Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að afla nauðsynlegra gagna. Þegar gögn hafa borist verður boðað til fundar í skipulagsnefnd.
4. Sólvellir 23a Saga SU
Vísað er til bréfs byggingarfulltrúa dags. 23. 2. sl til eiganda Sögu SU og Sólvalla 23 a. Í bréfinu segir m.a.:
„Ekki liggur fyrir samþykki leyfisveitanda fyrir þessari staðsetningu sem lýst er í tölvupósti sem sendur var seinni partinn í gær. Staðsetningin er því alfarið á ábyrgð eiganda og að sjá til þess að ekki sé hætta á að eldur nái að berast á milli húss og báts eða báts og húss og að almenningur hafi ekki aðgang að bátnum.
Umsækjanda er hér með gefinn fjögurra vikna frestur að skilað verði inn rökstuddum útreikningum um sambrunahættu, lágmarksfjarlægðir ásamt formlegri umsókn samanber umsóknar eyðublað á heimasíðu vegna byggingarleyfis, þannig að leyfisveitandi geti tekið rökstudda afstöðu til málsins.“ Umbeðin gögn hafa ekki borist og er því ekki hægt að taka afstöðu til málsins á þessum fundi. Skipulagsnefnd hvetur til að nauðsynleg gögn verði send sem fyrst og þegar þau hafa borist verður boðað til fundar í nefndinni. Umsækjanda er ekki heimilt að hefja framkvæmdir við smíði palla fyrr en samþykki skipulagsnefndar liggur fyrir.
Það er mat skipulagsnefndar að nauðsynlegt sé að setja áform um svalir, palla og staðsetningu báts í grenndarkynningu áður en til afgreiðslu nefndarinnar kemur.
Grenndarkynning miðist við eftirtalin hús:
Sæberg 1, Sæberg 2, Sæberg 3, Sæberg 4, Sæberg 5, Sæberg 6, Ásvegur 1, Ásvegur 7, Ásvegur 2 (Hamar), Ásvegur 4 (Ás), Sólvellir 18 (Hótel Póst), Sólvellir 23.

5. Önnur mál engin.

Fundi lauk kl. 18,15

Fundargerð ritaði Hákon Hansson
_____________________________                                               ________________________________
Hákon Hansson                                                                                   Halldór Jónsson
___________________________                                                     _____________________________
Selma Johannesdóttir                                                                         Maria Jane Duff
___________________________
Sif Hauksdóttir