Skipulagsnefnd 8. febrúar 2018

Fundur var haldinn í skipulagsnefnd Breiðdalshrepps fimmtudaginn 8. febrúar 2018 kl. 17,30  í fundaherbergi Breiðdalshrepps í grunnskólanum.
Mætt voru Ingólfur Finnsson, Selma Jóhannesdóttir og Hákon Hansson aðalmenn. Einnig sátu fundinn Elis B. Eiríksson byggingarfulltrúi sem var í símasambandi frá Egilsstöðum og  Sif Hauksdóttir verkefnastjóri.
Elis B. Eiríksson var einnig í sambandi um tölvuforrit.
Maria Jane Duff og Halldór Jónsson boðuðu forföll. Ekki tókst að fá varamenn   til að mæta.
Formaður skipulagsnefndar setti fundinn og bauð þátttakendur velkomna.

 Dagskrá:
1.  Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018 til 2030
 Lögð var fram ný greinargerð að aðalskipulagi og einnig skipulagsuppdráttur, hvort tveggja unnið af Árna Ólafssyni hjá Teiknistofu arkitekta. 
Um er að ræða drög, sem nú eru lögð fram til kynningar og athugasemda ef einhverjar eru. Á fundinum er farið yfir þær ábendingar sem borist hafa. 
 Á fundinum var sérstaklega farið yfir kafla 3 þ.e. Stefnu sveitarstjórnar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndar að senda athugasemdir sem borist hafa til Árna Ólafssonar hjá Teiknistofu arkitekta.
Nefndin samþykkir að öðru leyti fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu, greinargerð og skipulagsuppdrátt.   
Tveir fulltrúar í skipulagsnefnd, þau Selma Jóhannesdóttir og Ingólfur Finnsson gera alvarlega athugasemd við afgreiðslu sveitarstjórnar um staðsetningu aðveitustöðvar RARIK enda var málið ekki útrætt á fundi skipulagsnefndar 21. júní 2017.
Niðurstaða skipulagsnefndar verður send til sveitarstjórnar, sem mun ákveða framhald málsins, m.a. kynningu á greinargerðinni  fyrir almenningi og hagsmunaaðilum eins og lög og reglur segja til um.
Ásamt því að stefnt verði að kynningu aðalskipulagstillögunnar á íbúafundi á Breiðdalsvík áður en gengið verður frá tillögunni til formlegrar auglýsingar.

 Deiliskipulag fyrir aðveitustöð RARIK 
2.1         Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar Breiðdalshrepps þann 8.1.2018, þar sem samþykkt var að setja í kynningu skipulagslýsingu vegna aðveitustöðvar RARIK var íbúum og hagsmunaðilum var gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir við skipulagslýsinguna. Auk kynningar á heimsíðu var haldinn íbúafundur og hagsmunaðilum send bréf.  
Eftirfarandi bréf, svör,  ábendingar og athugasemdum komu við kynninguna.
Bréf frá Skipulagsstofnun, með ábendingum um það sem þarf að gera grein fyrir í deiliskipulagstillögu ásamt því að breyta þurfi aðalskipulagi Breiðdalsvíkur.
Bréf frá íbúum Ásvegi 25 vegna háspennu og forminja
Bréf frá Umhverfisstofnun en ekki er gerð athugasemd við skipulagsáformin.
Tölvupóstur frá Vegagerðinni, tenging við þjóðveg háð samþykki vegagerðarinnar. 
 Farið yfir bréfin á fundi nefndarinnar og þau kynnt. 
2.2         Kynnt er tillaga að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 1983-2003 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í afmörkun iðnaðarsvæðis fyrir aðveitustöð raforku á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint til skipulags síðar. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 8.2.2018 í mkv. 1:10.000. 
Skipulagsnefnd bendir á bókun í lið 1 um staðsetningu aðveitustöðvar en  vísar tillögunni til sveitarstjórnar Breiðdalshrepps til afgreiðslu.
2.3         Kynnt er deiliskipulagstillaga fyrir nýja lóð fyrir aðveitustöð Rarik sem kynnt samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Búið er að bregðast við ábendingum Vegagerðarinnar varðandi vegtengingar. Eftir er að bregðast við ábendingum frá Skipulagsstofnunar og íbúum á Breiðdalsvík.  
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar. Nefndin vekur athygli á að skoða þarf nánar athugasemdir í lið 2.1 áður en tillagan verður samþykkt. Að samþykkt lokinnni verður tillagna auglýst.


3.        Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku við Krókalæk
Vegagerðin áformar að styrkja Norðurdalsveg (962-01) í Breiðdal um Árnastaðamýrar á um 1,2 km kafla þar sem vegurinn er nánast sokkinn í mýrina.  Áætlað er að taka um 2.000 m3 af malarefni í um 1 – 1,5 m þykku lagi á um tæplega 3.000 m2 svæði. Efni verður tekið úr námunni í beinu framhaldi af fyrri efnistöku í námunni. 
Öll nauðsynleg gögn liggja fyrir, m.a. meðmæli Skipulagsstofnun samkvæmt 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga, með veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku við Krókalæk og leyfi frá umsjónarmanni landsins. 
Skipulagsnefnd telur ekki nauðsynlegt að setja efnistöku úr námu við Krókalæk  í umhverfismat skv. viðauka 1 , lið 2.04 um mat á umhverfisáhrifum enda efnistakan í samræmi við það sem fram kemur í nýrri aðalskipulagstillögu Breiðdalshrepps.  
Nefndin samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis og vísar útgáfu framkvæmdaleyfis til sveitarstjórnar ásamt því að minna á mikilvægi þess að í verklok verði efnistökusvæðið jafnað þannig að það falli að landinu.  

4.  Selnes 17
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar hússins.
Teikningar hafa borist og umsagnir umsagnaraðila einnig.

Skipulagsnefnd samþykkir byggingarleyfið og felur byggingarfulltrúa að ljúka málinu. 

5.  Önnur mál
a)  Lóðarmörk Sólvöllum 23-25 og Sæberg 1-3 sbr. uppdrátt í viðhengi.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga um lóðarmörk
fyrir Sólvelli 23-25 og Sæberg 1-3  verði kynnt öllum núverandi eigendum og hagsmunaaðilum sbr. uppdrátt sem kynntur var á fundinum. Ákvörðun um næstu skref tekin að lokinni frekari skoðun.

Fundi lauk kl. 19,55
Fundargerð ritaði Hákon Hansson