6. Fundur 2018

Mætt voru: Hákon Hansson, Gunnlaugur Stefánsson, Arnaldur Sigurðsson og Helga Hrönn Melsteð. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri. Svandís Ingólfsdóttir var forfölluð, sömuleiðis 1. varamaður í sveitarstjórn.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Tillaga um skipan fulltrúa samanber 1. mgr. 122. gr. laga nr. 138/2011 um undirbúningur að stofnun nýs sveitarfélags.
Oddviti lagði fram tillögu um skipan fulltrúa samanber 1. mgr. 122. gr. laga nr. 138/2011 um undirbúningur að stofnun nýs sveitarfélags.
"Hafi sameining hlotið samþykki skv. 119. og 120. gr. skulu sveitarstjórnir sem hlut eiga að máli hver um sig velja tvo til þrjá fulltrúa eftir samkomulagi til setu í sérstaka stjórn til undirbúnings að stofnun hins nýja sveitarfélags." Fyrir liggur erindisbréf stjórnar.
Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkir samhljóða að skipa Hákon Hansson oddvita og Sif Hauksdóttur sveitarstjóra sem fulltrúa Breiðdalshrepps í stjórnina.

2. Erindisbréf stjórnar til undirbúnings stofnunar nýs sveitarfélags. (fskj.1)
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf stjórnar sem lagt var fram og kynnt á fundinum. Erindisbréfið er samhljóða erindisbréfi sem samþykkt var í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrr í dag.

3. Tilnefning yfirkjörstjórnar og kjörstjórna í sameinuðu sveitarfélagi
Oddviti kynnti fyrstu verkefni nýskipaðrar stjórnar til undirbúnings stofnunar nýs sveitarfélags :
a) að gera tillögu að fyrirkomulagi yfirkjörstjórnar og undirkjörstjórna við kosningar 26. maí nk.
b) að gera tillögu að auglýsingu um sameiningu sveitarfélaganna sem birt verður í stjórnartíðindum.
Þessar afgreiðslur skulu fara fyrir báðar sveitarstjórnir til staðfestingar.

4. Önnur mál Engin

Fleira var ekki tekið fyrir fundi slitið kl 21,00

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

______________________                                                                     ______________________
Hákon Hansson                                                                                          Gunnlaugur  Stefánsson

____________________                                                                            _____________________
Helga Hrönn Melsteð                                                                                   Arnaldur Sigurðsson

___________________
Sif Hauksdóttir