8. Fundur 2018

Áttundi fundur sveitarstjórnar Breiðdalshrepps árið 2018 var haldinn mánudaginn 1. maí 2018. Hann hófst kl. 1:00.

Mætt voru: Hákon Hansson, Gunnlaugur Stefánsson, Svandís Ingólfsdóttir, Arnaldur Sigurðsson og Helga Hrönn Melsteð. Einnig Sif Hauksdóttir verkefnastjóri og Elís Pétur Elísson 1. varamaður.
Við umfjöllun á lið 1 sat fundinn einnig Sigurjón Örn Arnarson löggiltur endurskoðandi frá KPMG.
Oddviti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

Ársreikningur 2017 fyrir Breiðdalshrepp, fyrri umræða
Sigurjón Örn Arnarson löggiltur endurskoðandi frá KPMG mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir ársreikninginn og Endurskoðunarskýrslu fyrir 2017. Sigurjón svaraði síðan spurningum fundarmanna. Að umræðum loknum var ársreikningi vísað til síðari umræðu.

Aðalskipulag fyrir Breiðdalshrepp 2018 – 2030 auglýsing 
Oddviti gerði grein fyrir auglýsingu Aðalskipulags fyrir Breiðdalshrepp en frestur til að gera athugasemdir er til og með 11. júní n.k. Eftir að auglýsingafrestur er liðinn tekur við yfirferð athugasemda og hugsanlegar lagfæringar vegna þeirra. Það verður verkefni nýrrar sveitarstjórnar.

Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaga - 2. fundur 
Oddviti og verkefnastjóri greindu frá fundinum, að öðru leyti er vísað í meðfylgjandi fundargerð.

Umsókn um undanþágu vegna urðunar á Heydalamelum 
Stjórn til undirbúnings sameiningar sveitarfélaga lagði til á 2. fundi sínum að sótt yrði um undanþágu til eins árs hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti til að urða sorp áfram á Heydalamelum, en núgildandi starfsleyfi Umhverfisstofnunar rennur út 1. júlí nk. Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkir samhljóða að sótt verði um þennan frest.
Ef undanþága fæst verður ákveðið á næstu mánuðum hvort sótt verður um nýtt starfsleyfi til Umhverfisstofnunar.

Bréf SRN – Staðfesting á sameiningu sveitarfélaga 
Borist hefur formleg staðfesting Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsett 11. apríl sl, á sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar.
Sameiningin tekur formlega gildi 10. júní 2018 og þá tekur ný sveitarstjórn við stjórn hins sameinaða sveitarfélags.

Erindi til sveitarstjórnar
Arður frá Lánasjóði sveitarfélaga 
Staðfesting á útsvarshlutfalli 
Úttektir slökkviliða 2017 
Fundargerð samstarfsnefndar um sameiningu-lokafundur 
Umsókn um lóð á Selnesi 
Önnur mál
Kaup á sláttuvél 
Sveitarstjórn samþykkir kaup á nýrri sláttuvél skv. tillögu verkefnastjóra. Framlagður viðauki 2 við fjárhagsáætlun Breiðdalshrepps fyrir árið 2018.
Erindinu er jafnframt vísað til stjórnar til undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna til staðfestingar.

Heimsókn ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs 25.4.
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga heimsótti Breiðdalsvík sl. miðvikudag. Nefndin fundaði fyrst með fulltrúum Breiðdalshrepps, þ.e. oddvita, varaoddvita og verkefnastjóra sveitarstjórnarmála. Að fundi loknum var farið í skoðunarferð um Breiðdalsvík og að þeirri ferð lokinni bauð Breiðdalshreppur fundarmönnum í léttan hádegisverð á Hótel Bláfelli, en fundurinn fór fram þar.

Fundi slitið kl. 12,55

Fundargerð ritaði Hákon Hansson

______________________                                                                   ______________________
Hákon Hansson                                                                                     Gunnlaugur Stefánsson


____________________                                                                      _____________________
Svandís ingólfsdóttir                                                                              Arnaldur Sigurðsson


___________________                                                                       ________________________
Sif Hauksdóttir                                                                                     Helga Hrönn Melsteð


_____________________
Elís Pétur Elísson