Skipulagsnefnd 14. maí 2018

Fundur var haldinn í skipulagsnefnd mánudaginn 14.5. 2018, kl.12:00
í fundaherbergi sveitarfélagsins í Grunnskólanum.
Mætt voru Hákon Hansson, Ingólfur Finnsson, Halldór Jónsson og Maria Jane Duff. Einnig Elis B. Eiríksson byggingarfulltrúi og Sif Hauksdóttir. Selma Jóhannesdóttir boðaði forföll.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag fyrir aðveitustöð RARIK
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umrætt deiliskipulag verði staðfest og byggingarfulltrúa verði falið að afgreiða deiliskipulag fyrir aðveitustöðina.
Jafnframt leggur nefndin til við sveitarstjórn Breiðdalshrepps að umrædd lóð verði Helluvegur 2.

2. Grenndarkynningar. Grenndarkynningum lokið
a) Sólvellir og Sæberg. Tillaga að lóðarmörkum við Sólvelli og Sæberg.
• Engar athugsemdir bárust.
b) Sólvellir 25 og 23a. Tillaga að pöllum við og á milli Sólvalla 25 og 23a.
• Eigendur Sólvalla 18 gera ekki athugasemdir, sbr. tp. 12.4.2018
• Eigendur Ásvegs 4 gera athugasemdir í fimm liðum samanber bréf 29.4.2018

Athugasemd var gerð við fyrirhugaðar framkvæmdir eftir auglýsta grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd telur að ekki sé hægt að gefa jákvæða umsögn vegna göngubrúar milli Sólvalla 23 a og Sólvalla 25 en bygggingu brúar verði vísað til vinnslu deiliskipulags. Skipulagsnefnd mælir með því við sveitarstjórn, að veitt verði leyfi til að byggja pall við Sólvelli 23 a og Sólvelli 25 í samræmi við framlagðar teikninar.
Að öðru leyti leggur nefndin til að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið milli Sólvalla 23, Sólvalla 23 a, Sólvalla 25, Sæbergs 1 og Sæberg 3, þar sem áform hafa verið uppi um að hanna Breiðtorg milli umræddra bygginga.
Byggingarfulltrúa er falið að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við afgreiðslu fundarins.

3. Sólvellir 23a,
a) Nokkrar ábendingar um misræmi í texta bárust frá Eldvarnareftirliti.
b) Saga Su, er ekki sýnd á teikningum.
c) Umfjöllun um teikningar og palla við Sólvelli 23a samanber teikningar 19.3.2018

Skipulagsnefnd gerir kröfu um að neyðarútgangi af svölum við Sólvelli 23 a uppfylli kröfur Eldvarnaeftirlits. Að öðru leyti er byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið í samræmi við bókun við lið 2.

4. Sólvellir 25,
Umfjöllun um teikningar og palla við Sólvelli 25 samanber teikningar frá 7.3.2018
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi fyrir byggingu svala á suður og austurhlið Sólvalla 25 í samræmi við fyrirliggjandi teikningar.

5. Selnes 22-26
Umsókn um byggingarlóð fyrir iðnaðarhúsnæði dags. 19.4.2018
Skipulagsnefnd leggur til að umsókn verði svarað jákvætt og Dalbjörgu verði úthlutað lóðunum Selnesi 22-24 og Selnesi 26.
Skipulag og byggingamagn á lóðunum verði lagt fram innan tveggja ára, að þeim tíma loknum verði úthlutun lóða afturkölluð ef umrædd skilyrði verða ekki uppfyllt innan þess tímafrests. Finna þarf ásættanlega leið varðandi aðgengi að minnisvarða á austurhluta lóðarinnar Selnes 26. Ekki er veitt leyfi til að nota lóðirnar sem geymslustað fyrir tæki.

6. Ásvegur 1.
Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólpall og geymsluskúr.
Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

7. Gámar og stöðuleyfi.
Farið var yfir skjal um gáma með stöðuleyfi en allmörg slík leyfi hafa verið gefin út.
Sótt hefur verið um stöðuleyfi fyrir gám við Sólvelli 23. skv umsókn frá 27.4.2018

Skipulagsnefnd staðfestir leyfi til að staðsetja 40 feta frystigám við suðurhlið frystihúss.
Vísað er í fyrirliggjandi teikningar af staðsetningu. Stöðuleyfi er veitt til 1 árs.
Frágangur skal vera í samræmi við kröfur skipulagsnefndar.

8. Aðveitustöð Rarik, Hellum.
a) Byggingarleyfisumsókn fyrir aðveitustöð. 11.5.2018
b) Aðaluppdrættir lagðir fram til kynninar.

Byggingarfulltrúa falið að afgreiða byggingarleyfi til RARIK þegar öll nauðsynleg gögn og umsagnir hafa borist.

9. Önnur mál

a) Dalbjörg ehf - Umsókn um leyfi til að leggja 1300 m langan vegaslóða í landi Eyja frá þjóðvegi 966 milli Djúpadalsár og Götugils og að Lambey á móts við Lambabakka. Með umsókn fylgja umsagnir landeigenda.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga og vinna málið áfram.
b) Ærslabelgur
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn, að rekaviðardrumbar sem staðsettir eru í suð-vesturhorni Bakkans verði teknir niður og ærslabelgur staðsettur þar.

Fundargerð ritaði Hákon Hansson