MÁLEFNASAMKOMULAG


Fulltrúar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar í samstarfsnefnd vegna kosninga um sameiningu þessara sveitarfélaga gera með sér neðangreint samkomulag um fyrirkomulag einstakra rekstrarþátta í sveitarfélögunum. Með orðalaginu „fyrirkomulag“ er átt við, hvernig menn eru sammála um að hlutum verði fyrir komið í byrjun. Jafnframt leggja þeir áherslu á, að komandi sveitarstjórnum í sameinuðu sveitarfélagi beri að leita leiða til að virða samkomulagið til frambúðar, þó að teknu tilliti til ákvæða sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.

Í samstarfsnefndinni sátu:
Frá Breiðdalshreppi Frá Fjarðabyggð
Hákon Hansson, Jón Björn Hákonarson,
Svandís Ingólfsdóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir,
Gunnlaugur Stefánsson, Jens Garðar Helgason,
Sif Hauksdóttir. Páll Björgvin Guðmundsson / Gunnar Jónsson
Samkomulagið hér að neðan byggir á því að sameiningartillaga verði samþykkt.

1. Almennt:
Áhrif sameiningar sveitarfélaganna.

Hið sameinaða sveitarfélag tekur yfir allt það land sem nú tilheyrir áðurgreindum sveitarfélögum og íbúar beggja sveitarfélaga verða þegnar hins sameinaða sveitarfélags. Eignir, skuldir, réttindi og skyldur sem tilheyra sveitarfélögunum falla til hins sameinaða sveitarfélags. Skjöl og bókhaldsgögn beggja sveitarfélaga verða afhent hinu sameinaða sveitarfélagi til varðveislu.

Núgildandi samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórnar verður lögð til grundvallar yrir hið sameinaða sveitarfélag þar til það hefur sett sér nýja samþykkt.

Hið sama gildir um aðrar reglur og samþykktir Fjarðarbyggðar eftir því sem við á.
Hið sameinaða sveitarfélag mun bera heitið Fjarðabyggð og verður heimilisfang þess að Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð.
Kosið verður til sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags laugardaginn 26. maí 2018, sbr. ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998,
Í sveitarstjórnarkosningum 2018 verða 9 fulltrúar í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags, sbr. 1. mgr. 12. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998.
Að öðru leyti munu gilda um samrunann ákvæði 12. kafla sveitarstjórnarlaga
Stjórn málaflokka: Ákvarðanir hvorrar sveitarstjórnar fyrir sig um reglugerðir, gjaldskrár o.fl. sem samþykktar voru við afgreiðslu fjárhagsáætlana sveitarfélaganna fyrir árið 2018 gilda á meðan ný sveitarstjórn undirbýr nýjar reglugerðir, samþykktir (aðrar en samþykkt um stjórn og fundarsköp) og gjaldskrár, þó aldrei meira en í 3 mánuði frá gildistöku sameiningar. Ef ákvæði um skatta verður ekki breytt innan ársins vegna ákvæða annarra laga er heimilt að hafa mismunandi reglur innan hins nýja sveitarfélags þann tíma sem af ákvæðum annarra laga hlýtur, en þó að hámarki til áramóta 2018.

2. Málaflokkar sem nú þegar falla undir samstarfsverkefni eða verktöku hjá Fjarðabyggð:

Í öllum samstarfsverkefnum t.d. á fjórðungsgrundvelli, þar sem bæði sveitarfélög eiga aðild í dag, mun aðildin flytjast yfir á nafn Fjarðabyggðar.
Í málaflokkum þar sem í dag er til staðar samstarf sveitarfélagana m.a. á sviði félagsmála og vegna brunavarna verður starfseminn feld undir hlutaðeigandi málaflokka Fjarðabyggðar

3. Málaflokkar, sem ekki heyra undir verktöku eða samstarfsverkefni:

Nefndin er sammála um að eftirtaldir rekstrarþættir í Breiðdalshreppi verði sem hér greinir. (Í upptalningunni er miðað við röðun málaflokka og sjóða eftir bókhaldskerfi sveitarfélaga, sbr. vinnublað sem legið hefur fyrir á fundum SSN)
a) Félagsmál: Dagvist aldraðra verður rekin áfram á Breiðdalsvík í sama formi
b) Heilbrigðismál: Eignarhlutur Breiðdalshrepps í 2 eignum á Djúpavogi, sem heyra undir málaflokkinn færist yfir á Fjarðabyggð. Engar aðrar breytingar
c) Fræðslu- og uppeldismál:
Leikskóli verður áfram á Breiðdalsvík.
Tónlistarskóli. Boðið verður áfram upp á tónlistarnám á Breiðdalsvík.
Grunnskóli: Gert er ráð fyrir því að sameina stjórnun grunn- og leikskóla á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík undir einn skólastjóra.
Leikskólastarf á Breiðdalsvík verður flutt í grunnskólahúsnæðið á Breiðdalsvík.
Gert er ráð fyrir kennslu í grunnskólunum á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Nánari útfærsla á samkennslu verði rædd og útfærð í samráði við foreldra, forráðamenn og fagaðila með það að markmiði að efla faglega og félagslega stöðu nemenda

d) Menningarmál: Bókasafn verður áfram á Breiðdalsvík og mun fljótlega verða hluti af þjónustugátt Fjarðabyggðar.Menningarstyrkir verða hluti af núverandi kerfi Fjarðabyggðar

e) Æskulýðs- og íþróttamál: Sundlaug og íþróttahús verða rekin áfram á Breiðdalsvík með svipuðu sniði og verið hefur. Hið sama gildir um félagsmiðstöð barna og ungmenn


f) Brunamál- almannavarnir: Slökkvistöð verður áfram á Breiðdalsvík og þar til staðar mannað slökkvilið, sem yrði hluti af slökkviliði Fjarðabyggðar og félli undir stjórn þess.

g) Hreinlætismál: Í dag er sorp úr Breiðdalshreppi urðað á svonefndum Heydalamelum. Núgildandi starfsleyfi rennur út 1. júlí 2018. Aðilar samkomulagsins eru sammála um að leita hagkvæmustu leiða til að leysa þessi mál áfram í byggðarlaginu. Þjónustan verði samræmd því sem er annars staðar í Fjarðabyggð.

Kannað verður hjá Umhverfisstofnun, hvort hægt sé að fá undanþágu til að starfrækja sorpurðun á Heydalamelum í a.m.k. 1 ár í viðbót í óbreyttu formi. Gámavöllur (Þórðarhvammur) verður áfram til staðar með föstum opnunartímum

h) Skiplags- og byggingarmál. Fjarðabyggð rekur sérstakt svið til að sinna þessum málaflokki. Við sameiningu falla Skipulags- og byggingarmál Breiðdalshrepps undir skipulags- og byggingafulltrúa Fjarðabyggðar

i) Umferðar- og samgöngumál. Ekki eru sjáanlegar neinar breytingar í þessum málaflokki hvað varðar þjónustu í byggðarlögunum

j) Atvinnumál. Þátttaka Breiðdalshrepps í verkefninu Brothættar byggðir mun halda áfram eins lengi og samningur kveður á um. Aðilar gera sér grein fyrir sérstöðu Breiðdals sem landbúnaðarhéraðs. Landbúnaðar- málum mun verða sinnt á sambærilegan hátt í öllum byggðarlögunum. Hvað varðar refa- og minkaveiðar mun þeim málaflokki verða sinnt á sambærilegan hátt í öllum byggðarlögunum

k) Skrifstofuhald: Skrifstofa á Breiðdalsvík verður til staðar til ársloka 2018. Bókhald, launa- og skjalaumsýsla verður hluti af sameiginlegri stjórnsýslu við sameiningu.

l) Áhaldahús verður starfrækt áfram á Breiðdalsvík og mun falla undir sameiginlega þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar frá sameiningardegi. Áfram verður starfræktur vinnuskóli á Breiðdalsvík.

m) Starfsemi Eignasjóðs mun heyra undir Fjarðabyggð

n) Höfn verður áfram starfrækt á Breiðdalsvík, en aukið samstarf milli hafnar og áhaldahúss. Dagleg starfsemi verður samþætt í þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar frá sameiningardegi

o) Unnið hefur verið að því að selja Félagslegar íbúðir á Breiðdalsvík. Áfram verður unnið að úrlausn þess máls í samkomulagi við ríkisvaldið um aðgerðir tengdar sameiningarferlinu

p) Veitustarfsemi Breiðdalshrepps (Vatns- og Fráveita) mun falla undir veitusvið Fjarðabyggðar.