Verkefni

Bættur námsárangur á Austurlandi

Bættur námsárangur á Austurlandi er heiti á þróunarverkefni allra leik- og grunnskóla á svæði Skólaskrifstofu Austurlands sem samþykkt var 16. janúar s.l. af skólastjórnendum og nær til næstu fimm ára.

Markmið með verkefninu er að bæta námsárangur nemenda í leik- og grunnskólum á Austurlandi, hlúa að því sem verl er gert og auka samstarf milli skóla og skólastiga. Sérstök áhersla verður lögð á læsi og stærðfræði.