Nefndir og ráð

Skólaráð

Samkvæmt grunnskólalögum skal starfa skólaráð við alla grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, eins fulltrúa úr grenndarsamfélaginu auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess.

Í skólaráði 2016 – 2017 eru:
 • Anna Birgisdóttir og Sævar Sigfússon fulltrúar kennara
 • Sigurlilja Ómarsdóttir fulltrúi annara starfsmanna
 • Guðrún Björg Róbertsdóttir og Katrín Birta Björgvinsdóttir fulltrúar nemenda
 • Sif Kjartansdóttir og Vilborg Friðriksdóttir fulltrúar foreldra
 • Sigurður Borgar Arnaldsson fulltrúi úr grendarsamfélaginu og
 • Sif Hauksdóttir skólastjóri

Fundargerð

Fundargerð

Foreldrafélag

Foreldrafélög eru lögbundin skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Það er á ábyrgð skólastjóra að sjá til stofnun þess og að félagið fái aðstoð eftir þörfum.

Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:

 • • Að styðja við skólastarfið
 • • Stuðla að velferð nemenda skólans
 • • Efla tengsl heimilis og skóla
 • • Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi
 • • Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
Í foreldrafélagi Grunnskólans í Breiðdalshreppi 2016 – 2017 eru:
 • Sólveig Lilja Ómarsdóttir
 • Sigrún Birgisdóttir
 • Christa

Fundargerðir

Nemendafélag:

Í skólanum leggjum við áherslu á að nemendur taki þátt í að móta eigið starfsumhverfi, félagslíf og menningarlíf. Nemendaféalgið er skipað fimm nemendum úr 5. - 10. bekk.

Nemendafélag Grunnskólans Í Breiðdalshreppi veturinn 2015-2016 er þannig skipað:

 • Katrín Birta Björgvinsdóttir og Guðrún Róbertsdóttir, fulltrúar unglinga
 • AnaLucia Fernandez og Luciana Fernandez, fulltrúar miðstigs
Umsjónamaður með nemendafélaginu er Bergdís Guðlaugsdóttir