Skólamáltíðir

Í vetur verður boðið upp á hádegismat í skólanum fjóra daga vikunnar, mánudaga-fimmtudaga. Þrjá daga er heit máltíð, kjöt og fiskur, en einn dag léttari máltíð, skyr/súpa og brauð, álegg og fleira.

Á föstudögum er skóla lokið 12:25.

Gjald fyrir hverja máltíð er 430 krónur. Greitt er fyrir máltíðir öllu jöfnu, en sé nemandi í leyfi í lengri tíma er hægt að fá gjald niðurfellt, ef látið er vita með a.m.k. viku fyrirvara.

Sendur verður út greiðsluseðill fyrir önnina í heild.

Hafragrautur, ávextir og grænmeti í nestistíma verður nemendum gjaldfrjálst.

Skráning í matinn er bindandi og þarf að láta vita með a.m.k. viku fyrirvara ef skrá á nemanda úr mat.