Um skólann

Hús Grunnskólans í Breiðdalshreppi var tekið í notkun haustið 1992. Það er hannað af Dr. Magga Jónssyni, fyrir u.þ.b. 80 nemendur. Áður hafði kennsla farið fram að Staðarborg frá árinu 1958.

Mikil samkennsla er í skólanum sem kemur til vegna nemendafæðar og eru oftast þrjár til fjórar bekkjadeildir saman í kennslu. Skipulag námsins er fjölbreytilegt og miðar að virku nemendalýðræði. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðun, samvinnu, sjálfstæði og sköpun meðal nemenda.

Frá því að Grunnskólinn var tekinn í notkun hefur verið byggt nýtt og veglegt íþróttahús (2001) og haustið 2002 bættist svo við sundlaug.

Skólaárið 2015 - 2016 munu 15 nemendur stunda nám við skólann, 7 nemendur í 1. - 4. bekk, 3 nemendur í 5. - 7. bekk og 5 nemendur í 8. - 10. bekk.

Einkunnarorð skólans eru: Virðing - vinátta - vandvirkni

Sími: 470-5570 / 470-5571

Netfang: skoli@breiddalur.is