• Þjónusta
  • Höfnin

Löndunarþjónusta - Breiðdalsvíkurhöfn

Almenn löndunarþjónusta og vigtun við Breiðdalsvíkurhöfn er opin frá 08:00 til 18:00.

Eftir kl. 18:00 er innheimt gjald (3.000,- pr/klst) fyrir hvern bát vegna löndunarþjónustu og vigtunar. En bátar sem koma í höfn fyrir 18:00 eru á venjulegu daggjaldi svo lengi sem löndun stendur ekki lengur en til 20:00. Ef bátar koma til hafnar eftir klukkan 22 er mælst til þess að landað sé úr þeim morguninn eftir.

Á rauðmerktum hátíðisdögum er innheimt útkallsgjald 10 þúsund krónur á bát.

Mælst er til að bátar færi sig frá löndunarkanti til að þrífa, ef aðrir bátar bíða eftir löndun, og þá eins taki kör um borð seinna.Mælst er til að bátar láti vita um löndun eins fljótt og hægt er, og þá fyrir kl. 18:00 ef gert er ráð fyrir að landa þann dag.

Símarnúmer vigtar- og löndunarmanna:
• Sigurður 864 6956
• Arnór 868 8173

Breiðdalshreppur og Löndunar- og markaðsþjónusta Goðaborgar ehf

Áætlun -  Móttaka og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa