Umgengni

Bátaeigendur eru hvattir til að ganga vel um bryggjur

Koma sorpi á viðeigandi staði og ganga þannig frá að það fjúki ekki t.d. hafa rusl í pokum og binda fyrir.

Sorpílát á bryggju eru ekki fyrir olíur eða olíusíur. Úrgangsolía á að fara í úrgangstank, síum og geymum á að skila í áhaldahús til förgunar.

Minnka útleiðslu báta

Einn bátur sem leiðir verulega út veldur tæringu á allri bryggjunni. Frá því að fyrri flotbryggjan var sett upp liðu fimm ár þar til allar keðjur voru upptærðar og þurfti að skipta þeim út. Það er öllum í hag að minnka útleiðslu frá bátum því útleiðsla étur einnig upp öxla og skrúfur, lensdælur og svo framvegis.

Ganga vel um mælasnúrur

Þeir sem eru með mælasnúrur á leigu eru ábyrgir fyrir þeim.

Snúra sem skemmist (þ.e. nuddast og kápan fer af þarf að klippa og við það styttist hún og nær þá ekki í rafmagnskassa á bryggju) eða eyðileggst útaf of miklu álagi( t.d. verið að vinna um borð með slípirokk og fleira mælasnúran þolir það ekki,hafið aðra snúru í þá vinnu) verður rukkuð fullu verði - (ný snúra í dag kostar 32 þúsund).

Verkstjóri áhaldahúss, s: 899-5406.