Reglur um afnot utan opnunartíma

Afnot að Íþróttamiðstöð utan hefðbundins opnunartíma

Reglur um afnot af Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps utan hefðbundins opnunartíma

Til þess að fá afnot af Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps utan hefðbundins opnunartíma skal viðkomandi hafa gert samning þar af lútandi. Afnot samkvæmt reglum þessum er að sal, þreksal og heitum potti.

 1. Notandi skal vera orðin 18 ára.
 2. Notandi skal hafa gilt árskort í Íþróttamiðstöð Breiðdalshrepps.
 3. Afnot og aðgangur gildir einungis fyrir hvern og einn einstakling sem gerir samning.
 4. Við undirritun samning fær notandi afhentan lykil að Íþróttamiðstöð gegn tryggingu.
 5. Óheimilt er að lána öðrum lykilinn.
 6. Hver og einn notandi ber ábyrgð á húsinu við notkun.
 7. Notandi skuldbindur sig að ganga vel um húsið og eigur Íþróttamiðstöðvar, og ganga frá öllum tækjum á sinn stað eftir notkun.
 8. Notandi skuldbindur sig að skrá komu sína í þar til gerða dagbók.
 9. Notandi gerir sér grein fyrir og skuldbindur sig að fara eftir að einungis er heimilt að nota heita pottinn ef tveir eða fleiri notendur, með heimild til þess að nota Íþróttamiðstöð utan hefðbundins opnunartíma, nýta pottinn saman.
 10. Bannað er að nota áfengi eða tóbak í eða við Íþróttamiðstöð.
 11. Notkun er ekki heimil á næturnar, þ.e. eftir kl: 24:00 og til 05:00. Jafnframt er heimilt að takmarka notkun á ákveðnum tímum vegna annarar starfssemi svo sem íþróttakennslu.
 12. Notandi gerir sér grein fyrir að í húsinu er vaktað myndavélakerfi.
 13. Brot á umgegni eða reglum þessum riftir notenda heimild til þess að nýta húsið utan hefðbundins opnunartíma.
 14. Gildistími hvers samnings er eitt ár.

Óheimilt er að afhenda lykil að Íþróttamiðstöð nema undirritaður samningur um framangeindar reglur liggi fyrir, ásamt því að trygging sé greidd og viðkomandi hafi gilt árskort.

Trygging vegna lykils skal vera kr. 5.000,-

Reglur þessar voru uppfærðar og samþykktar á fundi sveitarstjórnar 13. desember 2012

Breiðdalsvík, 14. desember 2012
Páll Baldursson, sveitarstjóri